Örvitinn

Steven Pinker um vísindi og trúarbrögð

Steven Pinker mælir hér af viti og bendir á að það er ekkert að því að vita ekki svarið, engin ástæða til að skálda sögur til að brúa bilið. Ætli hann yrði ekki bara dissaður og kallaður pósitívisti eða eitthvað álíka í guðfræðideildinni.

Horfið á þetta myndband, það tekur ekki nema sjö og hálfu mínútu, eða ekki, mér er alveg sama. Það er ekki eins og þið séuð að fara að gera eitthvað gáfulegra næstu mínúturnar :-)


Bein vísun

Séð á reddit

efahyggja
Athugasemdir

kristinn Snær - 06/05/10 19:11 #

æðislega ógagnrýnin umfjöllun um mormóna í ísland í dag á stöð 2 rétt í þessu. Aldrei ætla fjölmiðlar á íslandi að hætta að auglýsa fyrir trúfélög. pirr

Mummi - 07/05/10 00:19 #

Fyrst horfði ég á myndbandið í mínútu eða svo. Svo hoppaði ég yfir í annað forrit og hlustaði bara á hann. Þá tók ég eftir .. eh .. þessum .. eh .. hikum sem hann .. eh .. var að alltaf að .. eh .. skjóta inn og ég .. eh .. gat einfaldlega ekki klárað.