Örvitinn

Skítalykt af Magma

Mikið óskaplega er mikil skítalykt af þessu Magma dæmi. Á maður að trúa því að í dag sé verið að nota þessar aðferðir til að sölsa undir sig eignir með kúlulánum og klíkuskap?

Hefur þetta skúffufyrirtæki komið með einhvern gjaldeyri inn í landið? Einhverja þekkingu? Eitthvað?

Er ekki ástæða til að láta sérstakan saksóknara skoða málið strax, áður en skaðinn er skeður? Verður ekki dýrara að rannsaka þetta eftir nokkur ár, þegar Magma er búið að yfirgefa landið með milljarðatugi í farangrinum?

pólitík
Athugasemdir

Jón Magnús - 28/05/10 13:26 #

Tek undir með þér - lyktin ágerist bara. Það er svipuð skítalykt af þessu og þegar Finnur og Óli keyptu Búnaðarbankann og þessir karlar virðast brosa svipað mikið þegar díllinn var genginn í gegn.

Arnar - 28/05/10 14:30 #

Fullt af ágætis fyrirtækjum til sölu, fyrst kúlulán og skuldsettar yfirtökur eru en við lýði eigum við ekki bara að skella okkur í business.