Örvitinn

Steikarsamloka kvöldsins

Afgangur af ribey frá því í gærkvöldi, laukur steiktur með balsamik edik og sykri, sveppir sveiktir í hvítlaukssmjöri og bearnese sósa. Ég bætti svo við parmesan osti og pariku en Gyða sleppti því.

steikarsamloka.jpg

matur
Athugasemdir

Mummi - 30/05/10 23:59 #

Tentpole!

Jón Magnús - 31/05/10 00:12 #

Það er ástæða fyrir því að þú ert feitur! ;)

Matti - 31/05/10 00:15 #

Hvaða vitleysa :-)

Haukur - 31/05/10 09:59 #

slef Laukur er svo góður.

Hefurðu lesið The Hacker's Diet? Hún hefur hjálpað mér svolítið.

Matti - 31/05/10 10:15 #

Jamm, las Hacker's Diet á sínum tíma. Daglegar mælingar tók ég upp úr henni. Vantar bara að setja trend graf, var með það á sínum tíma.

Markús - 31/05/10 10:38 #

Hvaða brauð ertu að nota í þessari djúsí loku?

Matti - 31/05/10 10:40 #

Þetta var breitt Baguette úr Hagkaup. Skorið í tvennt, hálft brauð á mann! (shit, þetta var náttúrulega agalega stórt :-) )

Haukur - 31/05/10 10:41 #

Já, ég nota trendlínu líka. Það sem kom mér á óvart er að maður getur vigtað sig daglega og séð greinilega hvernig maður er farinn að fitna aftur - og samt gert ekkert í því! Ég hélt fyrirfram að það að sjá þyngdaraukninguna gerast væri næg mótivasjón til að draga úr henni en svo er ekki. Það vantar því eitthvert púsl í spilið.