Örvitinn

Ólafur Arnarson Existabloggari

DV stendur sig vel og svarar spurningunni um það hver borgar Ólafi Arnarsyni.

ÓLAFUR ARNARSON FÆR BORGAÐ FRÁ GUNNARI STEINI

Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson hefur borgað Ólafi Arnarsyni, hagfræðingi og blaðamanni sem skrifar pistla á vefritið Pressuna, fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir ráðgjafastörf síðustu misseri... ...
Heimildir DV herma að Gunnar Steinn og félag hans hafi í gegnum tíðina fengið háar greiðslur frá Exista fyrir ýmis konar þjónustu. Sömu heimildir DV segja að hluti af þeim greiðslum sé til að standa straum af launagreiðslum Gunnars Steins til Ólafs Arnarsonar. ...
Ég mun því hvorki játa þessu né neita. Mér dettur ekki í hug að greina frá því hverjir hafa fengið reikninga frá mér,“ segir Ólafur

Þetta hefur náttúrulega blasað við og viðbrögð Ólafs eru staðfesting á fréttinni. Áróður Ólafs hefur verið afskaplega einhliða, hann hefur gagnrýnt vissa aðila í viðskiptalífinu en ekki minnst á aðra. Nú er ekkert að því að bloggarar hafi ákveðnar skoðanir en mér þykir óheiðarlegt þegar atvinnuáróðursbloggarar þykist vera eitthvað annað en þeir eru.

vefmál
Athugasemdir

Teitur Atlason - 31/05/10 10:56 #

Nýjasti pistill Ólafs.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba/peningar-stjorna-umraedunni-a-islandi

Matti - 31/05/10 10:58 #

Einmitt :-)

Arnar - 31/05/10 11:16 #

Hagar ".. lenti í því sem svo til öll önnur fyrirtæki á Íslandi hafa lent í þessa dagana: hruni krónunnar og miklum skuldum."

Já einmitt, greyið vesalings Hagar 'lenti' í miklum skuldum. Eigendur Haga höfðu væntanlega ekkert með það að gera.

Henrý Þór - 31/05/10 13:39 #

„Ég skora á fólk að lesa mína pistla hér á Pressunni undanfarið ár sem og bók mína, Sofandi að feigðarósi. Það held ég að reynist erfitt að finna skoðunum mínum eitthvert mót annað en það, að ég horfi gagnrýnum augum á umhverfið og samtímann.“

Tja, ég held ég hafi lesið þetta allt, og ég get ekki annað en tekið undir að hans málflutningur hans er einhliða.