Mótmæli við Hallgrímskirkju
Ég ætla að kíkja í bæinn klukkan tvö og mótmæla við Hallgrímskirkju. Mér finnst skuld ríkisins (okkar allra) við ríkiskirkjuna óskaplega óréttmæt. Ég mótmæli því að kirkjan hafi verið réttmætur eigandi þessara jarðeigna, ég mótmæli því að ríkið skuli hafa samþykkt að greiða laun presta og ég mótmæli samkrulli ríkis og kirkju.
Ég mæli aftur á móti með trúfrelsi og jafnrétti fyrir alla óháð trúarskoðunum.
Hvorki ég né Vantrú komu nálægt skipulagningu þessara mótmæla.
Athugasemdir
Guðsteinn Haukur - 06/06/10 14:51 #
Kalli biskup er ekki alveg sammála ykkur. Aldrei þessu vant ætla ég að leyfa mér að vera sammála ykkur í vantrúarseggjum, það er kominn tími á jafnræði meðal trúfélaga.