Örvitinn

Snorri í Betel og nasistarnir

Þegar Snorri Óskarsson var forstöðumaður Betel í Vestmannaeyjum stóð hann fyrir bóka- og plötubrennu þar sem safnaðarmeðlimir hentu óæskilegu efni á bálið.

Hann ætti því sennilega að fara varlega í að líkja einhverju við nasima.

dylgjublogg
Athugasemdir

Siggi Örn - 08/06/10 11:49 #

Snorri segir líka

Það er þarft að benda á, að Biblían er með spádóm sem segir okkur að það muni koma tímar antikrists og að þeir tímar eru kynntir fyrir með lögleysi. Lögleysið kemur fram með því að Guðs lög og Guðs tilskipun verður vanvirt og að menn vilji setja ríkislög ofar Guðslögum.

Ég skil ekki þessi rök. Honum líst ekkert á atburðarás sem biblían hans kveður skýrt á um að muni eiga sér stað. Það mætti ætla að hann sé ekki að hugsa þetta alveg til enda.

Mummi - 08/06/10 12:02 #

Ég vona að þú sért ekki að biðja um lógík frá mönnum eins og Snorra??