Örvitinn

Óþolandi pólitík

Ég þoli ekki þetta leikrit sem Morgunblaðið, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bjóða upp á þessa dagana. Af hverju getur þetta lið ekki drullast til að reyna að vinna að hag þjóðarinnar?

Sigurður Kári er á rangri hillu, Illugi er illur. Ég nenni ekki að segja neitt um þingmenn Framsóknarflokks.

Þetta snýst bara um völd hjá þessu liði. Ekkert annað.

pólitík
Athugasemdir

Þórhallur "Laddi" Helgason - 09/06/10 11:24 #

Hafa stjórnmál einhvern tímann snúist um eitthvað annað en völd? Þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar er enginn munur á kúk og skít, það hugsa allir um að koma sinni ár eins vel fyrir borð og mögulegt er, og skítt með kjósendur og vilja þeirra... :)

Ingólfur Gíslason - 09/06/10 11:25 #

"Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta." - Styrmir Gunnarsson, með innsýn í þennan heim.

Matti - 09/06/10 11:43 #

Ég er svo barnalegur að ég hélt þetta væri að breytast hægt og rólega.

Mummi - 09/06/10 12:36 #

Ég hélt það líka. Svo finnur maður reglulega ælubragðið í munninum og veit að ekkert hefur breyst. Þetta er ömurlegt.