Örvitinn

Vegamót í hádeginu

Ég og Gyða skelltum okkur á Vegamót í hádeginu. Fengum okkur tómatsúpu og indverska kjúklingabringu af matseðli dagsins. Afbragðsgott og ákaflega huggulegt að sitja úti í góða veðrinu. Súpa og kjúklingur kostaði um 1600.-, mæli alveg með þessu.

indversk_kjuklingabring_vegamotum.jpg

veitingahús
Athugasemdir

eiríkur jónsson - 14/07/10 15:26 #

Vantar mynd - takk!

Matti - 14/07/10 15:46 #

Hvernig læt ég! Ég var reyndar næstum búinn að borða þegar ég dró upp símann en þetta verður að duga :-)

hildigunnur - 14/07/10 19:10 #

Vegamót klikka ekki. Buffalóvængirnir þar eru þeir bestu í bænum - og ég er örugglega búin að prófa alla staðina...

Kalli - 14/07/10 20:32 #

Góð hugmynd, best að henda smá vængjum í ofninn...