Örvitinn

Skelfilegu öfgatrúleysingjarnir

Mér finnst við hæfi að minna á færsluna Öfgafullir trúleysingjar? á Vantrú. Einnig grein mína um okkur fúndamentalistana á sama vettvangi.

Þessi skopmynd er klassísk.

efahyggja
Athugasemdir

Svala - 28/07/10 16:42 #

Mér finnst skrítnast þegar fólk heldur því fram að trúleysi sé ekki skoðun. Auðvitað er það skoðun, en ekki hvað? Það er hins vegar ekki trú.

Ég er trúlaus, þ.e. ég tilheyri engum trúarsöfnuði og held ekki að það sé til neinn guð eða guðir. Mér er samt ekkert illa við trúað fólk eða trúarbrögð, svo framarlega sem fólk er ekki að predika yfir mér. Ætli það geri mig að góðum eða vondum (öfgafullum) trúleysingja?

Kristján Atli - 28/07/10 17:13 #

Þið eruð náttúrulega stórhættulegt lið. Þá vel ég heilaga stríðsmenn frekar, en að eiga á hættu að fá yfir mig ummæli á vefsíðu frá Vantrúarliðum. :p

Matti - 28/07/10 18:41 #

Svala, um leið og þú segir einhverjum að hann hafi rangt fyrir sér ertu öfgafullur trúleysingi samkvæmt sumum.

Ég hef heyrt að það sé ekkert verra í veröldinni en að fá um sig umfjöllun á Vantrú eða bloggsíðum meðlima. EKKERT!!!

Guðsteinn Haukur - 28/07/10 21:05 #

Matti, hvaða drama er þetta.

Ég hef heyrt að það sé ekkert verra í veröldinni en að fá um sig umfjöllun á Vantrú eða bloggsíðum meðlima. EKKERT!!!

Ég hafði mjög gaman að því þegar þið gerðuð Hitlers myndbandið sem þið tengduð við grein hjá mér, og fjallaði hún um bænagönguna á sínum tíma. Það var bara fyndið fannst mér. :D

Ekki svona viðkvæmni drengur minn! ;)

Matti - 28/07/10 21:14 #

Þetta var nú bara grín.