Örvitinn

Tussufínn dónaskapur

Ég þoli ekki þegar fjöldamóðursýki grípur um sig og fólk þykist helsært vegna þess að einhver sagði eitthvað dónalegt, jafnvel þó dónaskapurinn hafi ekki beinst að nokkrum. Dónaskapur getur verið hið besta mál.

Gefum Stephen Fry orðið. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér.

(Sigurdór Guðmundsson póstaði myndbandinu á Facebook)

Ýmislegt
Athugasemdir

Hafþór Örn - 29/07/10 17:42 #

Ég hef aðeins fylgst með þessari umræðu á Eyjunni, og það sem mér finnst áhugaverðast við þessa móðursýki er að þeir sem eru hvað mest shockeraðir yfir þessu orði, eru þeir sem eru hvað orðljótastir.

Menn sem hika ekki við að uppnefna Steingrím J. og Jóhönnu allskonar furðunöfnum. Maður skilur varla hversvegna fólk er að missa sig yfir þessu orði, eins og þú segir þá beinist þetta ekki að neinum.

Svo er þetta orð nú ekki svo slæmt, á pari við að segja pungsveittur myndi ég segja. Varla færi neinn að eipa yfir því ef einhver notaði það orð í einkapósti?