Örvitinn

Skipta sanngirni og réttlæti máli?

Það er fróðlegt að sjá formælendur ríkiskirkjunnar bera fyrir sig lagatækni og formlegheitum til að réttlæta stöðu stofnunarinar. Sanngirni virðist engu máli skipta. Ekki nokkru. Allt skal vera eins og það er í krafti hefðar og samninga.

Sama fólk hefur ritað tugi greina eftir hrun þar sem talað er um sanngirni, réttlæti og samheldni þjóðarinnar.

En þegar kemur að ríkiskirkjunni og hagsmunum hennar fýkur þetta allt út um gluggann. Eftir standa sérhagsmunir og hefð. Beint úr skóla skrúðkrimmanna.

kristni
Athugasemdir

Matti - 10/08/10 08:06 #

Þegar ég hugsa um það, þá minnir ríkiskirkjan mig dálítið á kvótaeigendur.