Örvitinn

Skólinn byrjar

Fór með Ingu Maríu í skólasetningu í Ölduselsskóla klukkan eitt, hún er að byrja í fjórða bekk. Semagt þrjú ár síðan hún fór í fyrsta skipti í skóla. Gyða fór með Kollu fyrir hádegi, hún er að byrja í fimmta bekk, semsagt komin í miðstig. Fjögur ár síðan hún byrjaði. Tíminn flýgur, börnin stækka og allt það.

Áróra Ósk er komin á fullt í MR, byrjuð á þriðja ári í fornmálabraut.

Ég fór í Bóksölu stúdenta og keypti bækurnar tvær sem ég nota á haustönn. Kostuðu um tuttugu þúsund. Fyrsti fyrirlestur á miðvikudag og þegar búið að setja fyrir dæmi. Þetta er allt að gerast.

Gyða fær aftur á móti ekkert að skólast í vetur, einhver þarf að sjá um okkur hin :-)

fjölskyldan