Örvitinn

Eigur ríkiskirkjunnar og hugsanlegar skaðabætur

Ætli eigur ríkiskirkjunnar dugi upp í eðlilegar skaðabætur til þeirra sem hafa þjáðst vegna gjörða kirkjunnar og starfsmanna hennar?

Hvað þá ef við reiknum skaðann aftur í aldir, ef niðjar þeirra sem urðu illa fyrir barðinu á þessari stofnun fá einnig skaðabætur. Þá held ég að allar jarðir Íslands myndu ekki duga til.

Ég legg til að ríkiskirkjusinnar hafi þetta í huga. Ef þeir vilja réttlæta eigur sínar út frá fortíðinni verður allt að fylgja með, þar með talið ábyrgð. Kirkjan fær ekki einfaldlega að skipta um kennitölu!

ps. Mikið var aulalegt að sjá biskup í gær þar sem hann sagðist loks trúar konunum sem ásökuðu biskup. Gat hann ekki gubbað því út úr sér í Kastljósi?

kristni pólitík
Athugasemdir

Carlos - 27/08/10 09:18 #

Ah, stríðsskaðabótahugmynd. Menn verða að vera duglegir að týna allt til og fara í mál.

Matti - 27/08/10 10:03 #

Verður málsókn Sigrúnar Pálínu ekki bara sú fyrsta af mörgum? Hinar konurnar hljóta að fylgja eftir.

Ég vil frekar gera þetta upp í sátt, kirkjan haldi sumu en alls ekki öllu. Aftur á móti heyrist mér ekki sá tónn í kirkjufólki. Það telur að af til aðskilnaðar komi eigi kirkjan á fá allt (fyrir ekkert).