Örvitinn

Meint kynferðisbrot biskups

Enn talar sumir fjölmiðlar um "meint kynferðisbrot" Ólafs Skúlasonar", heyrði þetta t.d. í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær.

Hvaða bull er þetta? Er fólk að taka undir með núverandi biskup sem heldur að þetta sé eitthvað vafamál, finnst einhverjum að það þurfi að dæma karlinn fyrir þetta? Það er ekkert "meint" við kynferðisbrot Ólafs.

Þetta eru ósköp einfaldlega ítrekuð og fjölmörg (alvarleg) kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar biskups ríkiskirkjunnar (punktur).

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Einar Jón - 04/09/10 06:15 #

Eru þetta ekki meint brot þar til dómur fellur? IANAL og allt það, en teljast menn ekki sakborningar og meintir afbrotamenn þar til dómur er fallinn, þó að játning liggi fyrir og hundrir vitna hafi séð glæpinn og tekið hann upp á vídeó?

Matti - 04/09/10 10:07 #

Ég hefði haldið það þetta væru meint brot til sannað væri að þau hefðu átt sér stað.

Ég tel að það í dag sé ekki hægt að tala um nokkurn vafa í þessu máli.

Einar Jón - 04/09/10 14:39 #

Satt... Ég veit ekki hvenær orðið "meint" á við og hvenær ekki. En eru þetta sömu aðilar og töluðu um hið meinta bankahrun (sem er nokkuð örugglega sannað að hafi átt sér stað)?

Matti - 05/09/10 20:39 #

Var það ekki lögfræðingafélagið eða álíka samkoma sem talaði um meint bankahrun? Ég man það ekki :-)

Bjarki - 05/09/10 21:25 #

Það var minnst á "svokallað bankahrun" í einhverri ályktun lögmannafélagsins. Ekki veit ég hvert samhengið var.