Örvitinn

Punktar um trúfélagsskráningu

kristni
Athugasemdir

Stefán Pálsson - 04/09/10 11:36 #

Það að trúfélagaskráning fylgi móður ætti nú reyndar ekki að skekkja hlutfallstölurnar. Því það þýðir einfaldlega að ef 10% þjóðarinnar standa utan trúfélaga, þá má búast við að 10% barna geri það líka.

Matti - 04/09/10 13:08 #

Það er rétt, en höfum í huga að vera má að móðir sé í trúfélagi en faðir ekki. Það virkar reyndar einnig í hina áttina. En ef við gefum okkur (sem ég geri) að trúfélagsskráning gefi ekki rétta mynd af trúarviðhorfum þjóðarinnar viðheldur sjálfkrafa skráning þeirri röngu mynd.

Svo geri ég ráð fyrir að mæður á barneignaaldri séu örlítið fleiri utan trúfélaga en landsmeðaltal segir til um, þar sem eldra fólk er frekar í trúfélagi en yngra fólk.