Örvitinn

Kjöt og trúarbrögð

Sem hávær trúleysisnöttari vil ég koma því á framfæri að mér er drullusama um það hvort kristinn eða íslamskur trúarnöttari fer með þulu eða hugsar til almættis síns meðan dýrinu er slátrað og kjötið verkað. Ég veit (eins og flest meðvitað fólk) að þulurnar hafa engin áhrif á kjötið. Það eina sem ég fer fram á er að öllum stöðlum sé fylgt, hreinlætis gætt og dýrin sé aflífuð með sem minnstum sársauka.

kristni íslam
Athugasemdir

Ómar Harðarson - 19/09/10 21:20 #

Það er nú reyndar afar fyndið að nöttarinn í kvöldfréttunum skuli telja það sérstaklega til kristinna lífsgilda að drepa lömbin með því að senda rafstuð niður eftir baki skepnunnar og ekki megi éta kjöt nema drepið sé með þeirri aðferð.

Steindór J. Erlingsson - 19/09/10 22:57 #

Sammála þér Matti. Þegar ég var við nám í Englandi bjó ég lengstum í hverfi þar sem múslimar voru í miklum meirihluta og naut þess reglulega að borða á skyndibita- og veitingastöðum sem buðu upp á Halal kjöt.

Pétur Björgvin - 20/09/10 08:51 #

sammála (-:

Birgir Baldursson - 23/09/10 19:25 #

Skemmtilegt:

http://blogg.visir.is/halldorbaldurs/files/2010/09/23-09-10.jpg