Örvitinn

Meðmæli

Mótmælandi fyrir framan AlþingishúsiðÉg verða heima í kvöld. Ekki vegna þess að ég nenni ekki í bæinn heldur vegna þess að ég styð ekki þessi mótmæli. Ég mótmæli þessum mótmælum.

Hvað í fjandanum vill fólk? Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk við völd?

Hélt fólk að það yrði auðvelt að komst úr skítnum? Trúði einhver því að það myndi ekki kosta neitt? Að lífsgæði okkar myndu ekki versna? Að vandamálin yrðu úr sögunni á nokkrum mánuðum?

Ég hef lítið heyrt annað en upphrópanir síðustu daga. Fátt sem ég hef getað tekið mark á. Berjið endilega tunnur og hrópið hátt en veltið líka fyrir ykkur valkostunum í stöðunni því lengi getur vont versnað.

pólitík
Athugasemdir

I.G. - 04/10/10 19:02 #

MMMMM, en ætti maður ekki að mæta og reyna að hafa áhrif á mótmælin, er ekki ástæða til að fara fram á ýmislegt, svo sem að:

  • nota einkavædda auðinn til að greiða þjóðnýtta tapið (það er hægt með því að hækka skatta (mjög verulega) á eignir umfram skuldir yfir einhverju marki, kannski 25 mil, þetta var gert í BNA eftir kreppuna 1930)

  • lyklafrumvarp til að bjarga þeim sem eru að drukkna í skuldum

  • fyrirtækin í hendur fólksins en ekki auðmanna (starfsmanna, ekki banka)

Ekki endilega að þetta séu "þín" mál, en er ekki mikilvægt að reyna að beina mótmælum að einhverju verðugu í stað þess að þau séu eitthvað óljóst reiðigarg sem spilar upp í hendurnar á gömlu klíkunni í hádegismóanum...

hildigunnur - 04/10/10 19:04 #

Algerlega sammála, ég fer ekki í kvöld.

Matti - 04/10/10 19:24 #

IM, ég get bara gert athugasemdir við alla þessa punkta þína. Auk þess held ég að ef þú myndir búa til stjórn úr hópi mótmælenda myndi hún ekki endast í tíu daga - þetta fólk er ekki sammála um neitt :-)

Matti - 04/10/10 19:52 #

Jafnvel þó farið sé úr öskunni í eldinn, sem er þá holl reynsla.

Ég er stuðningsmaður Liverpool. Ég get ekki tekið undir svona myndlíkingar þessa dagana :-)

Að sjálfsögðu hefur fólk fullan rétt á að mótmæla, ég vil ekki banna neinum þá iðju (áður en einhver heldur því fram).

Matti - 04/10/10 19:56 #

Eða svo ég fari lengra með þetta. Þegar ástandi er slæmt (eins og það er) er ekkert endilega "holl reynsla" að gera ástandið verra. Það getur þvert á móti verið banabiti.

baldur mcqueen - 04/10/10 20:07 #

Já, ég fylgist ekkert með fótbolta, en hef samt heyrt af óförum Liverpool!

:-)

Annars er ég ekki ósammála þér, í sjálfu sér. En kannski þarf fólk einmitt á XD/XB að halda til að skilja að engu skiptir hver stjórnar - það er ekki möguleiki að þetta verði ljúf enduruppbygging.

Arnór - 04/10/10 20:36 #

Er líka Liverpool aðdáandi og hjartanlega sammála þér varðandi mótmælin. Ég sit heima. Að fá Sjálfstæðisflokkinn aftur við stjórn er líkt því að hleypa meðalmennsku eins og Hodgson að kjötkötlunum.

Fólk er núna á Austurvelli að mótmæla misskiptingu auðs í okkar yfirstéttarsamfélagi og þeirri þumalskrúfu sem AGS heldur ríkisstjórninni í. Það mótmælir bankakerfinu og afskriftum fyrir auðmenn á meðan fjölskyldur eru bornar út á götuna. Það allra versta sem gæti gerst fyrir börnin okkar er að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist strax að völdum.

Ef Bjarni Ben sem fæddist með silfurskeið í munni verður ráðandi á Íslandi þá eru það eintóm álver og risavaxnar vaxtaskuldir vegna erlendra lána, skyndilausnir og áframhaldandi afskriftir fyrir ríka fyrirtækisstjórnendur undir því yfirskini að auka tímabundið atvinnu. Við verðum marga áratugi að vinna okkur úr þeirri skuldasúpu.

Beinið reiðinni frekar í rétta átt. Að kvótagreifa, banka og yfirstéttarplebbunum sem tróðu þessu landi ofan í klósettið.

Þórður Ingvarsson - 04/10/10 21:08 #

Fór á mótmælin og fékk illan bifur. Fullt af allskonar fólki að mótmæla, jájá, öllum andskotanum. En sá illi bifur sem ég fékk var að þessi mótmæli verða notuð af öllum flokkum til að reyna styrkja sínar skoðanir og viðhorf, sumir fjölmiðlar lepja það upp, einhver pirringur mun eiga sér stað, en á endanum mun þetta ekki breyta nokkurn sköpuðum hlut.

Einsog venjulega.

Daði - 04/10/10 23:42 #

Ekki dæma 7.000 manns útaf einu fífli með fána.

Matti - 04/10/10 23:46 #

Ekki einu sinni þó fíflin hafi verið tíu, en mér þykir þetta óhugnanlegt.

Þórður Ingvarsson - 05/10/10 00:40 #

Það voru nú fleri fífl þarna. En ég dæmi ekki mótmælin á þeim grundvelli.

Held þessi mótmæli verði eiginlega bara aðallega notað sem myndefni hjá fjölmiðlum og listrænum gífuryrðasmiðum til að sanna mismunandi hluti varðandi mótmæli á Íslandi yfirleitt.

En þessi mótmæli voru náttúrulega til þess að sýna samstöðu mótmælenda við að sýna samstöðu sem og sundurlyndi.

Er það ekki annars?

Brynjark - 05/10/10 10:06 #

Það má nú alveg mótmæla ýmsu í vinnubrögðum núverandi stjórnar án þess að vera að biðja um Sjálfstæðisframsókn.

Matti - 05/10/10 10:09 #

Vissulega. En hver eru skilaboðin? Hvernig túlkar fólk mótmælin?

Sindri G - 05/10/10 10:17 #

Mér hugnast illa múgræði. Ég var heima í "búsáhaldabyltingunni" og ég er heima núna.

Sindri G - 05/10/10 10:18 #

Ef ríkisstjórnin segir af sér, og boðað verður til kosninga, lærir fólk að það sé nóg að mæta með hrópum, köllum og ólátum á Austurvöll til að skipta um stjórn.

Jón Magnús - 05/10/10 10:59 #

Sindri, svo ríkistjórn sem er algerlega vanhæf og starfi sínu vaxin ætti að sitja sem fastast og láta ekki svona skríl komast upp með að segja sér fyrir verkum? ;)

Annars er fólk að mótmæla öllum fjandanum, ég er mest ósáttur við að Alþingi Íslendinga er rúið trausti - þetta er búið að vera eins og að horfa á hóp bavíana leika sér í dýragarði.

Algerlega ólíðandi að löggjafarsamkoman hagi sér eins og þar starfi 63 fábjánar (með örfáum undantekningum) sem hugsa eingöngu um rassgatið á sjálfum sér og hugsi lítið um almannahag sbr. fiskveiðistjórnunarumræðuna og umræðuna um stjórnlagaþing og stjórnarskrárbreytingar.

Matti - 05/10/10 11:07 #

Þessi ríkisstjórn er ekki vanhæf.

IG - 05/10/10 11:10 #

Pointið hjá mér var að það væri mikilvægt að reyna að hafa áhrif á mótmælin, annars munu vondir menn nota þau. Takast á við illu öflin í stað þess að sitja heima!

Matti - 05/10/10 11:14 #

Já, það er ágætur punktur.

Jón Magnús - 05/10/10 11:18 #

Þessi ríkisstjórn er ekki vanhæf.

Ég var ekki að segja það, ég var að tala almennt.

Eggert - 05/10/10 12:09 #

Það sem ég er fúll út af er afgreiðslan á niðurstöðu Atlanefndar.
Mér finnst allt of ódýrt að offra Geir einum fyrir andvaraleysið, og fannst eiginlega óþarfi að Alþingi færi að kjósa sérstaklega um niðurstöðuna. Ríkisstjórnin er kannski ekki vanhæf, en hún er ekki nógu samstíga - og hún hefur verið í bölvuðu basli með að ná þingmeirihluta um mikilvæg mál.
Það er kannski vandamálið, að Alþingi sjálft er vanhæft um að taka ákvörðun.

Matti - 05/10/10 13:44 #

Alþingi er eiginlega nýtt fyrirbæri og það má svosem færa rök fyrir því að sundrung innan ríkisstjórnar séu það mikil að hún megi kallast vanhæf.

Landsdómsmálið er klúður, það er satt.

Brynjar - 05/10/10 13:56 #

Mér sýnist meðferð mótmælenda á Óla Birni ekki benda til þess að Sjálfstæðisflokkur sé málið. :)

Sindri G - 05/10/10 15:05 #

Ég veit ekki hver á þessi orð: "Þjóðin er að hrópa á töfralausnir. En því miður þá er engin kanína í hatti töframannsins. Þjóðin getur gert byltingu eftir byltingu og skipt endalaust um hatt í höndum töframannsins, en því miður: Þar er engin kanína og töframaðurinn er bara venjulegur kall."

Sindri G - 05/10/10 15:43 #

Þá er ég sammála Ólínu um eitthvað (sem að mínu mati er versti þingmaður samfylkingarinnar)