Örvitinn

Hverjir græða mest á lyklalögum?

Gefum okkur að sett yrðu afturvirk lyklalög á Íslandi. Fólk gæti skilað inn lyklunum að húsinu og gengið frá öllum áhvílandi skuldum. Hverjir kæmu best út úr því?

Væntanlega þeir sem hafa skuldsett húsin sín mest og eiga töluverðar aðrar eignir, t.d. annað húsnæði, sumarbústað, dýra bíla og bankainnistæður. Þeir geta þá gengið frá tugmilljóna skuldum sem hvíla á einni eign en haldið hinum.

Við þurfum aðgerðir sem gagnast "venjulegu fólki" sem tók "venjuleg" lán fyrir "venjulegu" húsnæði. Þeir sem voru í sukki og braski mega (og eiga að) verða gjaldþrota. Það er ekki auðvelt að greina á milli. Þess vegna er verkefnið erfitt.

Flatur niðurskurður er það bjánalegasta í stöðunni. Gagnast ekki þeim sem verst standa en hjálpar þeim sem eru í bestu stöðunni.

Ef lögin eru ekki afturvirk, heldur gilda bara héðan í frá verður fólk væntanlega áfram brjálað því þau lög munu valda því að lánað verður fyrir lægra hlutfalli af húsnæðisverði. Sem er svosem ekki slæmt í sjálfu sér, 90% húsnæðislán eru ein ástæða vandans sem þjóðin glímir við í dag.

pólitík
Athugasemdir

Harpa - 05/10/10 11:11 #

Þú gleymir því að margir lentu í því að geta ekki selt eign þegar þeir vildu flytja sig um set og sátu uppi með tvær eignir án þess að hafa nokkurn tíma ætlað sér það......það yrði ansi hart að þurfa að missa báðar eignirnar í kjölfarið. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að fá að skila inn lyklunum að annarri eigninni í slíkum tilvikum.........

Matti - 05/10/10 11:14 #

Það væru dæmi um mál sem þyrfti að skoða sérstaklega.

Jón Magnús - 05/10/10 11:17 #

Þetta hlýtur að vera hægt að útfæra á einhvern átt, þarf allavega að tryggja það að fjölskyldur fari að enda á götunni því ennþá er leiguverð alltof hátt.

Heyrði um daginn að 3.herb. íbúð væri á 150-160þ

Matti - 05/10/10 11:27 #

Ég held það sé ekki til nein almenn lausn sem virkar og er sanngjörn, ekki frekar en flatur niðurskurður sem gagnast ekkert þeim sem verst standa.

Hef undanfarið orðið var við að einhverjir telja lyklafrumvarp lausn á vandanum. Svo er alls ekki að mínu mati.

Jóhanna - 05/10/10 13:58 #

Harpa, það er þannig. Nákvæmlega þannig úrræði er fyrir eigendur tveggja íbúða, skila má lyklunum af annarri og halda hinni. Kynntu þér málið á vef umboðsmanns skuldara.

Matti - 05/10/10 14:00 #

Takk fyrir ábendinguna Jóhanna. Ég setti vísunina þína í textann.

Gunnar G - 05/10/10 15:20 #

Get verið sammála síðuritara í megindráttum. Mér dettur þó eitt í hug; 1) setja lög í dag sem leyfa lántaka að skila lyklum ef dæmið gengur ekki upp. 2) setja reglur um að fólk megi "endurfjármagna" allt sitt í "lyklalán". Setja inn í reglurnar að þeir sem eru í ruglinu og eiga að fara á hausinn græði ekkert á þessu. Tryggja að "venjulega" fólkið geti skilað lyklunum sínum.

Lyklalögin myndu stórauka rétt skuldarans að mínu mati, þ.e.a.s. lántakinn er í mikið betri stöðu, ef hann má skila lyklunum við forsendubrest.

hildigunnur - 05/10/10 15:21 #

Flatur niðurskurður er tómt lýðskrum. Það þarf ekkert að skera skuldir allra niður. Það þarf ekkert að skera skuldirnar mínar niður - nei takk, frekar hjá þeim sem þurfa í alvöru á því að halda.

Harpa - 06/10/10 10:02 #

Jóhanna, það er nefnilega ekki þannig eins og þú fullyrðir.....ég er alltaf að leita úrræða og er búin að vera í sambandi við alla til þess bæra aðila, nú síðast umboðsmann skuldara. Þó lög hafi verið samþykkt í júní um að hægt sé að skila annarri eigninni til veðhafa, þá er engin útfærsla búin að vera á þessari hugmynd og því getur enginn nofært sér hana. Umboðsmaður skuldara er að reyna að útfæra lögin, og þar bíða nokkur mál afgreiðslu, mér stendur til boða að senda mitt mál í biðröðina..........sorrý, öll þessi frábæru úrræði sem alltaf er verið að tíunda eru bara ekki til í raunveruleikanum........og það er ekkert í boði að skila inn lyklunum, það er inntak í frumvarpi Lilju Mósesdóttur sem enn hefur ekki fengist samþykkt