Örvitinn

Afsakið RÚV - prédikun biskups

Í gær kvartaði ég eitthvað örlítið yfir því að biskupinn hefði fengið að drulla yfir allt og allt í útvarpi allra landsmanna. Eftir að hafa fylgst með viðbrögðum í dag tek ég allt til taka. Takk RÚV. Þetta var snilldarleikur. Takk almannatengslafólk ríkiskirkjunnar fyrir að ákveða á síðustu stundu að láta biskupinn prédika í útvarpsmessu.

Fýlubomba biskups sprakk í höndunum á honum. Fáein dæmi, mun fleiri fínar greinar hafa verið skrifaðar um málið. Enginn þessara pistlahöfunda er í Vantrú.

Megi biskup blaðra sem allra allra mest.

Mæli svo einnig með prédikun séra Sigríðar Guðmarsdóttur. Hún er talsvert betri talsmaður umburðarlyndis og sátta heldur en biskupinn.

kristni
Athugasemdir

Einar Karl Friðriksson - 25/10/10 16:29 #

Svo má benda á fínan pistil Jóhönnu Magnúsdóttur: http://naflaskodun.blog.is/blog/naflaskodun/entry/1109717/

"Við erum með vandamál - það verður að viðurkennast. Mér sýnist margir sem tjá sig ekkert viðurkenna að kristin innræting í skólum eða aðkoma presta, djákna eða annarra aðila frá kirkjunni geti verið vandamál. En vandamálið er til staðar."

Þetta eru orð trúaðrar prestmenntaðrar konu, sem eins og okkur blöskrar umburðarleysi biskups.

Jón Yngvi - 25/10/10 16:37 #

Svona er nú einelti fjölmiðla í garð kirkjunnar útsmogið. Þeir beita öllum brögðum.

Kristjana - 25/10/10 19:46 #

Held bara að fyrir okkur sem vilja kirkjuna út úr skólunum þá hafi þetta bara verið nokkuð góð ræða!

Matti - 25/10/10 20:53 #

Já, ég vona að svo verði. Hef líka trú á Mannréttindaráði - að það sjái í gegnum áróður trúmanna.

Kristjana, nýjasta bloggfærsla þín er líka stórfín.