Örvitinn

Umdeild mál

Ritstjóri Fréttablaðsis og talsmaður ríkiskirkjunnar skrifar í leiðara dagsins:

Í niðurstöðum þjóðfundarins kemur út af fyrir sig fátt á óvart. Mest er þar um atriði, sem flestir Íslendingar geta verið sammála um, þótt umdeild mál á borð við aðskilnað ríkis og kirkju skjóti upp kollinum.

Hvernig er það mál umdeilt? Síðustu tíu-fimmtán ár hafa um tveir þriðju þjóðarinnar stutt aðskilnað ríkis og kirkju. Ætli önnur mál þjóðfundi hafa álíka stuðning samkvæmt könnunum?

línurit
Myndin fengin frá Siðmennt

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 08/11/10 08:13 #

Það vantar niðurstöðuna frá því í ár þarna, það var 73% og rétt að benda á að Gallup/Capacent taldi rétt að gera fyrirvara við niðurstöðuna 2007.

Már Örlygsson - 08/11/10 10:00 #

Geta mál ekki verið umdeild þótt fylkingar deilenda séu misstórar? Ég hefði haldið að hitinn og sannfæringin í umræðunni hefði eitthvað með þetta að segja?

Matti - 08/11/10 10:12 #

Það gildir nú um fleiri mál sem þarna voru nefnd, ekki satt?

Arnar - 08/11/10 11:21 #

Bíddu.. er hávær minnihluti að kúga meirihlutan og níðast á mannréttindum þeirra með því að hafna aðskilnaði?

Þurfum við ekki að fá sr. Örn Bárð (eða hvað sem hann heitir) í kastljósið til að standa vörð um mannréttindi meirihlutans og heimta aðskilnað?