Örvitinn

Hræðilegur tími afhelgunar

Skjáskot af Facebook vegg séra Lenu Rósar Matthíasdóttur sem er ríkiskirkjuprestur og að eigin sögn sérfræðingur í sálgæslu*

Skjáskot af Facebook síðu Lenu Rósar Matthíasdóttur

Ólíkt Lenu Rós hef ég ákveðin siðferðismið. Ég mun ekki kjósa nokkurn á stjórnlagaþing sem hefur fordóma gegn samkynhneigðum og er á móti réttindum þeirra. Engu máli skiptir þó sá frambjóðandi vilji aðskilja ríki og kirkju. Þeir sem ég kýs á stjórnlagaþing verða fulltrúar minna skoðana.

Mér þykir viðhorf séra Lenu Rósar skelfilegt en er ég hræddur um að þetta sé ríkjandi viðhorf ríkiskirkjufólks.

*Í athugasemd á trú.is skrifaði Lena: "Ég mótmæli tillögum Mannréttindanefndar vegna þess að mér finnst vegið að mannréttindum fólks í uppeldisstofnunum Grafarvogssóknar. Verði tillögurnar að veruleika mega þau ekki lengur nýta sér þann gríðarlega reynslusjóð sem í mér býr." Já, þetta snýst allt um hana!

kristni pólitík
Athugasemdir

Tinna - 11/11/10 11:35 #

Þetta er mjög gott fyrir manneskju eins og mig sem vill hafa Þjóðkirkjuna hér áfram. Ég mun einfaldlega ekki kjósa þá sem eru því ósammála, sama hversu frábærir og færir þeir eru að öðru leyti.

Einhver Guðmundur, í kommentum hér: http://urval3bjorn.blog.is/blog/urval3bjorn/entry/1115084/

Valgarður Guðjónsson - 11/11/10 11:42 #

Fyrir utan að mér finnst aðskilnaðurinn vera réttlætismál, þá er nokkuð klárt að þetta gengur eftir.

Í öllu falli, er [Guðmundi] sem sagt sama um hversu illa er unnið að stjórnarskrá og hversu vond hún verður að öðru leyti, bara ef þetta eina ákvæði fær að standa??

Matti - 11/11/10 11:43 #

Valgarður, Tinna var að vitna í Guðmund :-)

Valgarður Guðjónsson - 11/11/10 11:50 #

Úpps, birtist brenglað hjá mér áðan og leit út eins og hennar tilvitnun... ertu kannski til í að breyta svarinu þannig að því sé beint til einhvers Guðmundar? Eða bara henda...

Einar - 11/11/10 12:15 #

Jahérna.

Ótrúleg lesning.

Matti - 11/11/10 12:27 #

Ég breytti svarinu.

Gunnar Grímsson - 11/11/10 17:35 #

Takk fyrir að láta vita af þessu, veitir ekki af upplýsingum til að sía út fólk!

Magnús T - 11/11/10 21:37 #

http://mariaagustsdottir.is/index.php?start=2

Áhugavert að hún tekur Færeyjar sem fyrirmynd í kristninni, það flúttar ágætlega við það að vera skítsama um mannréttindabrot gegn samkynhneigðum. Á sama tíma kvartar hún undan þeirri "menningarkúgun" sem "meirihluti þjóðarinnar verður fyrir þessi misserin" og lýgur því að "minnihlutinn vill helst banna allt sem tengist kristinni trú". Enn einn presturinn sem er brjálaður yfir því að vera settar einhverjar hömlur í sjálfskipuðu, mjög vel borguðu, umvöndunar- og yfirlætishlutverki.

Sigurlaug - 11/11/10 23:44 #

Mér var bent á þessa síðu fyrr í kvöld http://adskilnadur.is/ Þar eru nú tveir listar fólk sem hafa gefið upp ákveðna afstöðu sína. Sé að María er á öðrum listanum.