Örvitinn

Stjórnlagaþing Sjálfstæðisflokksins

Hér er fróðleg Facebook færsla.

Næstu skref voru þau að SUS bjó til lista af einstaklingum sem þeir gátu sammælst um að myndi tala máli sjálfstæðismanna við gerð stjórnarskrár Íslands.

En þá fóru einkar ótrúlegir hlutir að gerast.

Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist þess að listinn yrði dreginn til baka. Sem væri frábært ef það hafði verið gert til þess að aðstoða við að útkoma stjórnlagaþingskosningarinnar yrði sem best en það var því miður ekki raunin.

Bjarni Ben (kannski ekki hann persónulega en hans fólk) hóf þá í samstarfi við SUS að búa til nýjan lista sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og SUS gat komið sér saman um.

Semsagt þarna var kominn listi sem var bæði SUS approved og XD approved.

Ég hvet fólk til að kjósa á morgun - ekki láta Sjálfstæðisflokkinn taka þetta - þeirra helsta ósk er að ekkert breytist og þeir geti haldið áfram að maka krókinn.

pólitík
Athugasemdir

hildigunnur - 26/11/10 20:55 #

Herbert kunningi minn lenti alsaklaus á þessum lista - hlýtur að hafa verið allverulega óvart. Einn af þeim sem ég þekki sem er fjærst skoðunum XD! Frekar fyndið, eða var það sorglegt?

Gunnar J Briem - 27/11/10 02:07 #

Magnús Ingi Óskarsson lenti líka alsaklaus á þessum lista. Um það segir hann m.a. eftirfarandi á Facebook síðu sinni:

"Mér líkar meinilla við að vera á lista sem er kenndur við pólitík eða á annan hátt tengdur pólitík. Ég hef aldrei heyrt um þennan lista fyrr en nú áðan og skil engan veginn hvernig ég hef verið álitinn passa á hann: Ég hef aldrei nálægt pólitík komið á minni ævi, hvorki sjálfstæðisflokknum né öðrum flokkum. Ópólitískari maður finnst varla, gersamlega ótengdur öllum hagsmunaöflum. Og svo vil ég töluverðar breytingar á stjórnarskránni."

Egillo - 27/11/10 04:04 #

Ég eiginlega skil ekki hvað málið er. Jafnvel þó að þetta sé rétt sem sagt er í færslunni (er dottin það mikið úr vinsælu kreðsunni í SUS að ég hefði aldrei fengið þetta hvort sem er) þá er glæpur frambjóðendanna sjálfra engin.

Þeir voru ekki með í ráðum né virðast þeir allir yfir höfuð kæra sig um svona tengingar. Ef það eitt að SUS og Bjarni Ben hafi getað fundið einhverjar tenginu við þessa frambjóðendur sé þess virði að þeir séu ekki kosnir á þingið þá veit ég ekki lengur hver tilgangur þess er, en ég hélt einmitt að hann væri að fá álit frambjóðenda sem þverskurður þjóðarinnar væri sáttur við.

Matti - 27/11/10 11:29 #

Það eina sem ég geri í þessari færslu er að hvetja fólk til að kjósa, því annars er hætta á því að það verði slagsíða í átt þess sem Sjálfstæðisflokknum hentar.

Ég þekki ekki alla frambjóðendur á lista þeirra, en þarna er a.m.k. einn sem ég ætlaði að setja á minn lista og ég er ekki hættur við það.