Örvitinn

Leituðu til sálfræðings

Davíð Þór prédikaði og sagði meðal annars frá því hvað kirkjufólk ætti bágt:

Ég tek þátt í kirkjulegu starfi. Það hefur ekki verið auðvelt síðastliðið ár. Kirkjan hefur gengið í gegn um erfiðleika, sem óþarfi er að tíunda hér, en hún getur að verulegu leyti aðeins kennt sjálfri sér og yfirstjórn sinni um. Flestar stofnanir þjóðfélagsins eru rúnar trausti og kirkjan þar með talið. Það er ólíklegt til vinsælda að bera blak af Þjóðkirkjunni opinberlega. Þetta hefur haft áhrif á móralinn, það verður að viðurkennast. Það er leiðinlegt og niðurdrepandi að fá aldrei neitt annað en skít og skömm fyrir það sem maður er að gera. Fyrir skömmu héldum við þess vegna samkomu til að hrista hópinn saman, bæta móralinn og þétta raðirnar. Meðal annars sem gert var í því augnamiði var að fá sálfræðing til að kenna okkur hvernig sterkur hópur bregst við andstreymi. Það var gagnlegt.

Ég veit það er dálítið barnalegt en ég gat ekki annað en brosað þegar ég las að þau hefðu leitað til sálfræðings. Er ekki frekar lítið gert úr fagmennsku presta með því að kalla til sálfræðing? Ég vissi ekki betur en að prestar ríkiskirkjunnar væru okkar helstu sérfræðingar okkar í sálgæslu og það væri gróf móðgun við stéttina að halda því fram að sálfræðingar séu meiri fagmenn en þeir.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 02/12/10 14:35 #

Hvað er þetta. Heldurðu að Sálfræðingafélagið myndi ekki leita til prests í sömu sporum?

Matti - 02/12/10 15:11 #

Góð spurning :-) Ég verð að spyrjast fyrir.

Einar Jón - 06/12/10 18:09 #

Nú ertu bara með leiðindi.

Lykilhlutinn er fá sálfræðing til að kenna, ekki leita til sálfræðings.

Má ekki kalla þetta endurmenntun?

Matti - 06/12/10 18:11 #

Þessi tegund af tilvitnun er viðurkennd af guðfræðideild Háskóla Íslands.

Annars eru þetta ekki "leiðindi", þetta er bara spaug.

Og svo hljóta prestar, sem eru best menntaðir allra stétta, að vera móðgaðir yfir því að litið hafi verið framhjá þeim í þessu tilviki :-)

Einar Jón - 06/12/10 19:04 #

Êg sé það núna...