Örvitinn

Svavarsnefndin og samhengið

Af hverju láta margir eins og Svavarsnefndin sé upphaf Icesave málsins? Miðað við það sem áður hafði verið samið um (og Bjarni Ben taldi nauðsynlegt að samþykkja) var samningur Svavarsnefndar afskaplega góður. Miðað við nýja samninginn er hann ömurlegur en okkur stóð ekki betri samningur til boða þá enda var málið hápólitískt í Bretlandi og Hollandi á þeim tíma.

Icesave
Athugasemdir

Svenni - 10/12/10 16:59 #

Ef ég sendi Magga Mix til að keppa fyrir okkur á heimsmeistaramótinu í skák þá hef ég engar forsendur til að segja að okkur hafi ekki staðið annað til boða en síðasta sætið.

Ásgeir - 10/12/10 17:14 #

Er þetta sambærileg analógía?

Matti - 10/12/10 17:20 #

Svenni, var Svavarsnefndin upphaf Icesave málsins?

Var samningurinn sem Svavar og nefndin gerðu miklu hagstæðari en samningurinn sem á undan var gerður (og Bjarni Ben vildi samþykkja)?

Er núverandi samningur miklu hagstæðari?

Var málið hápólitískt í Hollandi og Bretlandi síðast þegar samið var - enda kosningar framundan í báðum löndum?

Svenni - 10/12/10 17:38 #

Nei.

Og Svavarssamningurinn var fyrsti samningurinn. Áður voru bara yfirlýsingar og minnisblöð.

Já já. Núverandi samningur er hagstæðari enda hvernig gæti hann ekki verið það? Hann er í ætt við að við myndum senda Ásdísi Rán á HM í skák í stað Magga Mix.

Eflaust var það hápólitískt. Það er bara engin afsökun.

Matti - 10/12/10 17:42 #

Undirrituð yfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum um að við ætluðum að greiða Icesave með tilteknum hætti.

Þetta voru ekki "bara" yfirlýsingar og minnisblöð. Þetta var ekki eitthvað djók.

Svenni - 10/12/10 18:02 #

En þetta var ekki samningur. Sem er hugtakið sem þú notaðir og sem aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, breta og hollendinga nota alltaf líka.

Matti - 10/12/10 18:06 #

"Undirrituð yfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum um að við ætluðum að greiða Icesave með tilteknum hætti."

Svenni - 10/12/10 20:31 #

Yfirlýsing er ekki sama og samningur.

Guð er ekki sama og kærleikur.

Matti - 10/12/10 21:03 #

Kæri Svenni.

Þessi yfirlýsingar var ekki bara einhver minnismiði. Við lýstum því yfir að við ætluðum að greiða. Það gerðu ráðamenn þjóðarinnar.

Það er misskilningur þinn ef þú heldur að þetta hafi bara verið eitthvað plagg sem engu máli skiptir.

Baddi - 10/12/10 21:08 #

Sveinn, Ef þú skuldar vini þínum pening. Segist ætla að borga honum, en gerir það ekki. Berð fyrir þig að þú hafir aldrei skrifað undir samning.

Hvað heldur þú að gerist? Hvaða skaða heldur þú að það kunni að valda?

Svenni - 10/12/10 21:13 #

Af hverju þurfti þá að gera Svavarssamninginn ef það var búið að gera samning?

Matti - 10/12/10 21:15 #

Svo heldurðu því fram að ég snúi út úr!

Svenni - 10/12/10 21:30 #

Bíddu þú ert að reyna að halda því fram að ígildi samnings hafi legið fyrir. Ég spyr af hverju hafi þurft að gera samning...og ég er að snúa út úr?

Matti - 10/12/10 21:35 #

Íslensk stjórnvöld komust að samkomulagi við Hollensk stjórnvöld og svo ESB fyrir hönd Breskra stjórnavalda um að íslensk stjórnvöld myndu greiða fyrir Icesave. Þetta samkomulag er alveg skýrt. Um leið og það var gert tóku Bresk og Hollensk stjórnvöld lán og greiddu út innistæður.

Svo þurfti að semja um það hvernig Ísland myndi borga. Ísland var búið að skuldbinda sig til að borga, en útfærslan var eftir.

Já, þú ert að snúa út úr.

Matti - 10/12/10 22:06 #

Hendur okkar sem tókum við völdum í landinu 1. febrúar sl. eru ákaflega bundnar af því hvernig fráfarandi ríkisstjórn skildi við þetta mál, ítem að við erum með samþykkt Alþingis til að vinna eftir, þessa sama þings sem enn situr sem samþykkti þingsályktunartillögu. #

Matti - 11/12/10 12:30 #

Hún er sú að nýja samkomulagið er allt að 432 milljörðum hagstæðara fyrir íslenska ríkið en gamli Icesave-samningur ríkisstjórnarinnar.

Skrifar Sigurður Kári. Hvernig er þetta eiginlega fengið út? Væntanlega með því að túlka síðasta samninga á versta veg (miðað við að allt fari fjandans til, ekkert fáist fyrir eignir Landsbankans) og nýja samninginn á besta veg (eignir Landsbankans standi undir Icesave að stærstum hluta).

Svona er þessi umræða glórulaus. Þetta snýst bara um barnalega pólitík. Ágætt að lesa skrif Sigurðar Kára í samhengi við viðtalið við Buccheit.

Ásgeir - 12/12/10 08:55 #

Málið er náttúrulega að Sjálfstæðismenn vilja samþykkja þennan nýja samning en verða að fá að koma höggi á ríkisstjórnina í leiðinni.