Örvitinn

Roy Hodgson er ennþá auli

Ég lýsti því yfir í september að Roy Hodgson væri ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool Nú fyrst held ég að allir stuðningsmenn Liverpool séu sömu skoðunar.

Svo ættu NESV að ráða Benitez aftur fyrst hann er bara að slaka á í Liverpool borg, láta hann fá pening og treysta því sá stjóri hefur framtíðarsýn fyrir Liverpool og tilfinningar til klúbbsins. Vissulega yrðu einhverjir leikmenn fúlir, þeir þyrftu bara að finna sér nýtt lið - hvort sem þeir heita Gerrard eða Carragher. Ímyndið ykkur að Benitez hefði fengi að kaupa Simao, Daniel Alves eða fleiri sem hann vildi kaupa síðustu árin en fékk ekki vegna peningaskorts.

boltinn
Athugasemdir

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 30/12/10 17:06 #

Það hefur kannski enginn áhuga á þessari skoðun minni, en ég er hæstánægður með frammistöðu Roy Hodgson í starfi.

Matti - 30/12/10 17:09 #

Ég geri ráð fyrir að þú sért ekki stuðningsmaður Liverpool.

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 30/12/10 17:19 #

Nei. Mínir menn hafa verið í alls konar vandræðum í vetur og verða að sætta sig á að vera í efsta sæti á markamun, þrátt fyrir að eiga ekki nema einn til tvo leiki til góða á næstu lið.

Matti - 30/12/10 17:21 #

Þá skil ég ósköp vel að þú sért ánægður með Hodgson :-)

Kristján Atli - 30/12/10 19:19 #

Djöfull hata ég United-stuðningsmenn. Fæ engin leiðindi frá Arsenal-, Chelsea- eða Everton-stuðningsmönnum þessa dagana en United-menn eru orðnir svo gerspilltir síðustu tvo áratugina að þeir geta ekki stillt sig um að elta menn uppi alls staðar, líka hér, með hlökkunartónin og jólaglottið yfir gengi Liverpool.

Einn daginn vinnur Liverpool þessa helvítis deild aftur. Og þann dag, vinir mínir, mun ég banka uppá hjá ykkur öllum og hlæja upp í opið geðið á ykkur.

Helvítis United-menn.

Sorrý Matti, þetta varð bara að koma út. Hef annars engu við færsluna þína að bæta. Hún er sönn og rétt að öllu leyti. :/

Baldurkr - 30/12/10 19:55 #

Ég sakna Liverpool úr barátunni. Var að vona að við gætum slegist við þá um fjórða sætið. En þetta hefur lítið með Hodgson að gera. Tími L er liðinn í bili. Gæðin safnast til Manchester og einkum til Lundúna. Bkv. Baldur

Sigurður - 30/12/10 22:04 #

Brynjólfur - er Internetið eini vinurinn þinn?

Matti - 31/12/10 01:06 #

Svona svona - reynum að tala bara illa um Roy Hodgson hér :-)

Henrý Þór - 31/12/10 11:00 #

OT: http://www.youtube.com/watch?v=39Y2Ra3NpZ8

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 31/12/10 13:02 #

Nei Sigurður. Ég reyndi að vingast við það en það hafnaði mér eins og allir aðrir.

Annars mega menn ekki láta gengi liða hafa of mikil áhrif á sig. Ég er til dæmis einhver harðasti stuðningsmaður ÍA. Og þó raunir Skagaliðsins séu öllu meiri en raunir Liverpool dettur mér ekki til hugar að láta það hafa áhrif á líf mitt utan svona fjögurra klukkustunda í kringum ferðalög á leiki og áhorf á leikina sjálfa.

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 31/12/10 13:04 #

Og eitt að auki: Ég hef gaman af því þegar stuðningsmenn annarra liða skjóta á mig og mína menn. En mikið helvíti leiðist mér að heyra menn segja að þeir sakni Skagaliðsins úr efstu deild. Þá er hálfpartinn eins og þeir séu að tala um einhverja eldri frænku sem þeir hafa ekki séð lengi og óttast ekki hið minnsta.

Björn Friðgeir - 31/12/10 13:53 #

KAR: Það er bara af því við elskum ykkur jafn mikið og þið elskið okkur. Hin liðin skipta bara engu máli.