Örvitinn

Rútínan og líkindafræðin

Rútínan er komin í gang og ég er því byrjaður að læra heima á laugardegi. Ætla að fara yfir dæmi í líkindafræði og tölfræði fyrir dæmatíma á mánudag. Mér þykir líkindafræðin ansi áhugaverð, sérstaklega vegna þess að hún fjallar meðal annars um fyrirbæri sem fólk á auðvelt með að mistúlka eins og t.d. skilyrtar líkur, Monty Hall dæmið er af því tagi.

dagbók
Athugasemdir

Þórhallur "Laddi" Helgason - 15/01/11 14:55 #

Hef einmitt reynt að útskýra Monty Hall dæmið fyrir fólki og það er ótrúlegt hversu margir halda því fram að líkurnar séu 50/50 þegar búið er að fjarlægja eina hurð...

Mæli með þessari bók sem fjallar einmitt um svipaða hluti... :)

Erlendur - 15/01/11 17:59 #

Það er til heil bók um bara þetta dæmi: http://www.amazon.com/Monty-Hall-Problem-Remarkable-Contentious/dp/0195367898

Eftir höfund Evolutionblog sem er fínt blogg um þróun og pólitíkina í Bandaríkjunum

Freyr - 17/01/11 14:11 #

Þetta er líka skemmtilegt dæmi um skilyrtar líkur. Dæmið er s.s.

"I have two children. One is a boy born on a Tuesday. What is the probability I have two boys?"