Örvitinn

Trúmálaumræður á Eyjunni

Vantrúarmaðurinn Valgarður Guðjónsson veltir því fyrir sér í bloggfærslu hvort heimurinn væri betri án trúarbragða. Eitthvað virðast trúmenn taka þessum pælingum illa og athugasemdir flæða inn. Meðal þeirra sem bregðast harkalega við í athugasemdum er séra Kristín Þórunn Tómasdóttir. Hún skrifar einnig bloggfærslu gegn þönkum Valgarðs. Mér finnst hún skjóta hátt yfir markið.

Hvað ætli Kristínu og Árna finnist um þetta lag?

Stefán Snævarr skrifar um bókin Ranghugmyndin um Guð eftir Richard Dawkins. Stefán fellur í sömu gildru og margir trúmenn og gerir Dawkins upp heift sem ekki er að finna í bókinni. Það er dálítið klúðurslegt að mínu mati þegar Stefán heldur því fram að Dawkins eigi erfitt með að játa að Stalín hafi verið trúleysingi. Dawkins játar það þvert á móti ítrekað eins og Hjalti bendir á í athugasemd. Stefán má eiga það að hann játar upp á sig sökina. Við færslu Stefáns kommenta líka afar pirraðir trúmenn sem hafa allt á hornum sér.

kristni vísanir
Athugasemdir

Ásgeir - 16/01/11 12:48 #

Áður en ég las færslu Kristínar bjóst ég ekki við að hún yrði jafn heimskuleg og raun ber vitni.

Ég var viss um að hún myndi að minnsta kosti breyta upptalningu Valgarðs í eitthvað sem tengist kynjum (þó ég sjái ekki hvað það gæti verið).

Matti - 16/01/11 13:29 #

Láttu ekki svona, í heimi án karlmanna getur kona notað smokk til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma :-)