Örvitinn

Fræðimennska

Ímyndum okkur að ég hafi undir höndum greinargerð eftir fræðimann sem starfað hefur við virta stofnun. Gefum okkur einnig að nokkur fjöldi annarra fræðimanna hafi lýst því skriflega að greinargerðin umrædda sé afar vönduð og standist akademískar kröfur.

Væri það áfellisdómur yfir þá fræðimenn eða stofnanirnar sem þeir starfa við ef ég sýni fram á að greinargerðin er einstaklega óvönduð* - satt að segja algjört drasl? Skiptir kannski engu máli hvað fræðimenn skrifa? Varla er nóg að greinargerð innihaldi fullt af neðanmálsgreinum og tivísunum til að hún teljist uppfylla kröfur fræðimanna? Það hlýtur t.d. að skipta máli að það sem vísað er á innihaldi það sem fullyrt er í greinargerðinni - ekki satt?

Ég er bara að að reyna að skilja hvernig akademískt umhverfi virkar. Svona gerist varla í alvörunni hjá hópi alvöru fræðimanna.

* Ég gæti t.d. tekið 20-30 dæmi um rangfærslur, ósannindi, útúrsnúninga og þversagnir í greinargerðinni.

dylgjublogg
Athugasemdir

Erna Magnúsdóttir - 22/01/11 20:09 #

Þú ættir að prófa að vera akademískur vísindamaður... það er mjög oft ekkert að marka dót sem kemur frá akademíkerum, alveg nóg að vera stórt nafn :)

Ef þú skiptir út orðinu greinargerð fyrir vísindagrein, þá er þetta eins og talað út úr mínu hjarta.

Akademían er samfélag smákónga og það er mikið um pólitík, plott og valdatöfl, en stundum finnst manni vanta smá "substance" :)

Matti - 22/01/11 20:20 #

Þú ættir að prófa að vera akademískur vísindamaður

Ef það væri nú bara svo einfalt að ég gæti prófað það. Ég ætla að byrja á því að klára BSc gráðuna :-)

það er mjög oft ekkert að marka dót sem kemur frá akademíkerum, alveg nóg að vera stórt nafn :)

Ég hef einmitt orðið var við það :-)

Akademían er samfélag smákónga og það er mikið um pólitík, plott og valdatöfl

Nákvæmlega.

Ég vil taka fram að Erna er að tala almennt um akademíu en ekki um tiltekin ímynduð eða raunveruleg dæmi.

Arngrímur - 22/01/11 21:04 #

Hvað er óakademískur vísindamaður?

Erna Magnúsdóttir - 22/01/11 21:12 #

Það er alveg hægt að vera vísindamaður án þess að vera "academic". Þá vinnur maður kannski fyrir lyfjafyrirtæki eða líftæknifyrirtæki og stefnir ekkert endilega á að birta rannsóknir í ritrýndum tímaritum eins og gerist við akademískar rannsóknir.

Já, ég var algerlega að tala almennt, um akademíuna eins og ég þekki í þeim löndum sem ég hef starfað. En þetta er náttúrulega ekki áfellisdómuf yfir alla akademíkera, mjög mikið af fólki sem er samkvæmt sjálfu sér, en það eru hinir sem ná alltaf að fara í taugarnar á manni!

Matti mér sýnist þú nú vera að rúlla upp þessum síðustu B.Sc. einingum!

Sævar Helgi - 22/01/11 21:17 #

Það er alla vega ljóst að gerðar eru mismiklar kröfur á það sem þetta fólk sendir frá sér. Ef greinargerðin þætti vönduð að mati þeirra fræðimanna sem ég starfa fyrir, þá myndi ég skammast mín óskaplega fyrir að vinna fyrir þá og þætti þeir lítt marktækir. Ég fullyrði að kröfurnar sem þeir gera eru mun meiri.

Arngrímur - 22/01/11 21:22 #

Óakademískur vísindamaður hljómaði bara fyrir mér einsog Frankensteinskrímsli, en ég skil hvað þú ert að fara.

Steindór J. Erlingsson - 22/01/11 22:00 #

Ef akademískur fræðimaður á í deilum við utanaðkomandi aðila vegna gæða þeirra starfa sem hann innir af hendi innan deildarinnar sem hann starfar við er mjög hæpið að samstarfsmenn hans séu réttu aðilarnir til þess að meta gæði greinargerðar fræðimannsins um deilurnar. Þetta á sérstaklega við ef deilurnar eru þess eðlis að þær gætu varpað rýrð á deildina sem fræðimaðurinn starfar við.

Þú mátt hins vegar ekki gleyma því Matti að þegar akademískir fræðimenn standa í deilum og þurfa að verja eigin hagsmuni þá geta þeir, eins og annað fólk, gert mistök.

Svarið við spurningunni sem þú setur fram í upphafi málsgreinar tvo er: JÁ!