Örvitinn

Stofnfjáreigendur sem gleymast

Nýlega hafa fallið dómar í héraðsdómi um lán til kaupa í stofnbréfum sparisjóða. Svo virðist sem sumir þurfi ekki að greiða þar sem bankinn sem lánaði hafi lýst því yfir skriflega að þetta væru áhættulaus viðskipti. Þá þykir mér rétt að bankinn taki á sig tapið.

Annar hópur tekur líka á sig tap en fær þó litla umfjöllun. Það er hinn fámenni hópur fólks sem átti pening sem það notaði til að auka stofnfé - þ.e.a.s. fólkið sem tók ekki lán heldur notaði eigið fé.

Þetta fólk tapaði einfaldlega öllu sínu og situr uppi með tapið. Það borgaði sig því að taka lán en ekki að spara.

pólitík
Athugasemdir

Skorrdal - 25/01/11 08:19 #

Hvenær hefur nokkru sinni borgað sig að spara á Íslandi? Ég bara spyr...

Matti - 25/01/11 08:41 #

Hefur aldrei borgað sig og mun sennilega aldrei borga sig.

Jóhann - 25/01/11 10:13 #

Ég tapaði sem betur fer ekki nema tæpri hálfri milljón á SpKef. Tók sjálfur ákvörðun um að leggja þessa peninga, sem ég átti, í þetta. Engin pressa. Bara gróðavon. En mikið djöfull ætla ég að vona að málefni SpKef verði rannsökuð.

Matti - 25/01/11 10:16 #

Ég tapaði álíka upphæð á Glitni og Exista. Eins og þú tók ég þá ákvörðun sjálfur og verð bara að sætta mig við tapið. Þannig virkar kapítalisminn. Nema þú hafir fengið lán fyrir kaupunum - þá þarftu ekki að tapa :-)

Þessi mál þarf svo sannarlega að rannsaka.

Halli - 25/01/11 17:08 #

Þessi hópur gleymdist ekki frekar en aðrir fjármagnseigendur sem ávöxtuðu sitt fé annars staðar en á innlánsreikningi.

Þeir sem tóku lán fyrir kaupum í fjármálafyrirtækjunum hafa fengið mjög takmarkaða samúð almennings í tengslum við skuldirnar sem eftir standa. En þeir hafa líklega fengið meiri samúð en þeir sem áttu pening fyrir kaupunum og sitja ekki upp í mínus.

Það borgaði sig að skulda alveg frá árinu 2003, það er hverju orði sannara. Fá lán og eyða peningunum sínum í eitthvað þarfara.

Vonandi eru lánveitendur búnir að læra eitthvað af skellinum sem af hlaust.