Örvitinn

Þekking og hroki

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, er einn flutningsmanna og svaraði hann bréfi vísinda­mannanna í gærdag. „Þakka ykkur innilega fyrir að leyfa okkur flutningsmönnum að njóta leiðsagnar ykkar og yfirburða vísindaþekkingar. Það fegursta við vísindin er þekking laus við hroka," segir Þráinn í bréfi sínu. #

Þetta viðhorf er óþolandi og lýsir landlægum fordómum í garð vísinda og fræðimanna. Það er enginn hroki fólginn í því þegar sérfræðingar tjá sig um mál. Í þessu tilviki er meira að segja rík ástæða fyrir sérfræðinga að tjá sig harkalega enda málið orðið að þingsályktunartillögu.

Þeir sem telja sig vita meira um málið en þessir vísindamenn, en vita þó augljóslega lítið sem ekki neitt, eru hrokafullir.

Ef vísindamennirnir hefðu sent Þráin Þráni bréf um kvikmyndagerð gæti hann hugsanlega sakað þá um hroka en ekki í þessu máli.

pólitík vísindi
Athugasemdir

Siggeir F. Ævarsson - 11/02/11 09:30 #

"Ef vísindamennirnir hefðu sent Þráin bréf um kvikmyndagerð gæti hann hugsanlega sakað þá um hroka en ekki í þessu máli."

Beint í mark!

Mummi - 11/02/11 10:50 #

Heyr heyr.

-DJ- - 11/02/11 12:11 #

Ætti að vera: "Ef vísindamennirnir hefðu sent Þráni bréf"

Þráinn beygist sí svona: Þráinn Þráin Þráni Þráins

Matti - 11/02/11 14:16 #

Já, ég veit hvernig það beygist en fannst eitthvað skrítið að hafa það í þágufalli. Takk fyrir ábendinguna.

Sveinn Þórhallsson - 11/02/11 14:40 #

Tek undir þetta

Egillo - 13/02/11 14:34 #

Það er samt eitthvað svo magnað að sjá mann saka aðra um hroka með jafn miklu yfirlæti og tjah, hroka og Þráinn hefur tamið sér í öllum samskiptum við þá sem eru ósammála honum.