Örvitinn

Laun dómara við Hæstarétt

Vandamálið er ekki að hæstaréttardómarar séu með of lág laun. Þeir eru með fínar tekjur.

Vandamálið er að kollegar þeirra í lögfræðistéttinni eru margir með alltof há laun.

Lausnin er semsagt ekki sú að hækka laun hæstaréttardómara, eins og Kjaradómur hefur ákveðið, heldur að lækka laun þeirra lögmanna sem þéna miklu meira en dómararnir. Lögmenn eru margir hverjir að þéna fáránlegar upphæðir um þessar mundir.

"Já en þessir lögmenn vinna ekki hjá ríkinu". Það skiptir engu máli. 95% skatt á mánaðartekjur yfir 2 milljónir leysir þetta mál.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 21/02/11 11:05 #

"Já en Matti, þetta er bara kommúnismi".

Það er kreppa. Við höfum ekki efni á að borga kennurum, hjúkrunarfræðingum og læknum almennileg laun. Það er út í hött að stór hópur lögmanna sé að græða gríðarlega á hruninu á sama tíma.

Hvað ætla þeir að gera - stunda lögfræði í útlöndum? Fæstir þeirra hafa nokkrar forsendur til þess.

Bjarki - 21/02/11 11:24 #

Lögmenn í skilanefndum eru að þéna fáránlegar upphæðir, ekki aðrir eftir því sem ég best veit.

Matti - 21/02/11 11:25 #

Ég er meðvitaður um að ég er að alhæfa stórkostlega - þó með fyrirvörum :-)

Matti - 21/02/11 11:32 #

Punkturinn er þessi: Laun hæstaréttardómara eru ekki slæm í neinu samhengi - nema þegar borið er saman við tekjuháa kollega þeirra.

Þetta gildir yfirleitt um ánægju einstaklinga með tekjur sínar. Fólk getur verið fullkomlega sátt við að fá X krónur í tekjur, en ef það kemst að því að kollegi þeirra er með X*1.2 í laun minnkar ánægjan.

Hæstaréttadómarar eiga að bera laun sín saman við laun annarra opinberra starfsmanna, ekki lögmanna í einkageiranum.

Bjarki - 21/02/11 11:38 #

Sammála því. Kjararáð virðist oft skorta alla raunveruleikatengingu.