Örvitinn

Sjö hæstaréttarlögmenn

Sjö hæstaréttarlögmenn spyrja eftirfarandi spurningar í Fréttablaðinu í dag.

Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga? #

Af einhverri ástæðu missa þeir af augljósa svarinu: Vegna þess að íslenska ríkið er búið að lýsa því yfir að það ætli að borga. Af hverju ætti einhver að stefna aðila sem hefur lofað að borga?

Fer eitthvað framhjá mér? Telst þetta eðlileg "röksemdafærsla" hjá hæstaréttarlögmönnunum?

Icesave
Athugasemdir

ASE - 09/03/11 16:51 #

LOL, þetta er svo augljóst að gjörsamlega ósjáanlegt ;-)

Hildur Lilliendahl - 09/03/11 18:32 #

Ég skrifaði hjá mér í dag þessa gullnu reglu: Ekki gera eins og Brynjar Níelsson segir þér, Hildur. Ekki gera eins og Brynjar Níelsson segir þér, Hildur.

Sigurður Jónas Eggertsson - 11/03/11 00:39 #

Þetta stenst ekki skoðun hjá þér! Stjórnvöld voru bara búin að lofa að borga það sem þeim ber að borga. Það var aldrei búið að lofa að borga eitthvað sem ekki okkar. Við skuldum þeim ekkert.

Matti - 11/03/11 10:04 #

Þetta stenst ekki skoðun hjá þér!

Ok, hvað stenst ekki skoðun? Ég er hér að fjalla um tiltekna röksemdafærslu þessara lögmanna.

Stjórnvöld voru bara búin að lofa að borga það sem þeim ber að borga.

Hvað ber þeim (okkur) að borga?

Það var aldrei búið að lofa að borga eitthvað sem ekki okkar.

Og hvað fellur undir það?

Við skuldum þeim ekkert.

Hvað með það sem "þeim (okkur) ber að borga"?