Örvitinn

Fjölmenningarhjal ríkiskirkjupresta

Þessa dagana hjala prestar um fjölmenningu og að virða beri menningu ólíkra hópa. Á Íslandi eiga ólíkir menningarhópar að lifa saman í sátt og samlyndi.

Sömu prestar eru stundum uppteknir af því að Ísland sé kristið land, Íslendingar kristin þjóð og að trúleysingjar eigi að halda kjafti (þó þeir þori ekki að segja það hreint út). Margir prestar fara á taugum ef umræðan snýst um kirkjuferðir í leik- og grunnskólum og missa sig hreinlega ef einhver dirfist að nefna að þjóðsöngur okkar sé ömurlegur kristinn sálmur.

Í dag hentar ríkiskirkjuprestum betur að þykjast fjölmenningarsinnaðir. Bíðum bara róleg eftir næstu hysteríu vegna agalegu trúleysingjanna sem vilja ráðast á siðinn í landinu.

Eflaust mun kirkjufólk halda því fram að kristin kirkja hafi alltaf staðið í fararbroddi fjölmenningarumræðunnar, svona svipað og með stríðið gegn þrælahaldi og umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum. Þið þekkið þetta. Eftir nokkur ár mun kirkjufólk halda því fram að kirkjan hafi ávallt barist gegn trúboði í barnaskólum landins.

kristni
Athugasemdir

Vésteinn Valgarðsson - 22/03/11 00:21 #

Ef maður leikur tveim skjöldum með því að styðja báðar hliðar, þá sigra alltaf þeir sem maður studdi. Og kirkjan getur túlkað hina óskeikulu ritningu eins og vindurinn blæs, þannig að það er næstum alltaf hægt að benda til baka og finna einhverja presta sem studdu sigurvegarana áður en þeir urðu sigurvegarar.