Örvitinn

Jóhanna lögbrjótur

Jóhanna braut jafnréttislög er forsíðufyrirsögn Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar Þór Másson var ráðinn í embætti skrifstofustjóra stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í Forsætisráðuneyti í fyrra. Fyrirsögn fréttar um málið á síðu fjögur er: Kona með fjölbreyttari starfsreynslu. Skiptir fjölbreyttari starfsreynsla máli í sjálfu sér?

Hvað um það, ritstjóri Morgunblaðsins hefur sennilega aldrei staðið fyrir mannaráðningum sem orka tvímælis. (nei, slíkt væri ekki réttlæting á lögbroti Jóhönnu)

Á forsíðu er mynd af Hörpu í tilefni þess að búið er að hleypa sjónum að norðurhlið hússins.

Kjartan Magnússon vill skoða sölu á Gagnaveitunni, t.d. með því að sameina við annað fyrirtæki. Ég vil þvert á móti ríkisvæða fjarskiptanetin.

Á sjöttu síðu er frétt um umfjöllun um framkvæmd Icesave kosninga. Fyllsta öryggis verður gætt. Búið er að kjósa tólf umboðsmenn já og nei kjósenda. Þeir eru allir lögmenn. Hér á landi virðist ekkert vera hægt að gera án þess að greiða lögmönnum laun.

Staksteinar skrifa um Steingrím J. og Atla Gíslason. Benda á að Steingrímur geti ekkert sagt um það þó Atli hafi fengið ályktun frá stjórn VG í suðurkjördæmi því Steingrímur hafi sjálfur fengið ályktanir.

Skopmynd dagsins er ekki fyndin.

Fjallar er um Kolbrúnu grasalækni í Morgunblaðinu í dag. Ekki í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki síðasta. "Fólk borðar yfirleitt of hratt og andar of grunnt. Sögur ganga um að Kolbrún hafi reynt við alvöru læknisfræði og fallið áður en hún lærði grasalækningar. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Í leiðara dagsins er fjallað um Evrópu og stjórnmálin í Finnlandi. Morgunblaðinu finnst fylgisaukning flokks "Sannra Finna " áhugaverð.

Svipaður réttrúnaður hefur verið upp í Finnlandi en þar er andstaðan hugsanlega að fá útrás núna. Fylgisaukning flokks "Sannra Finna" hefur valdið óróa þar. Og fjölmiðlar eru fljótir að kalla þann flokk sem í hlut á "hægri öfgaflokk" ("vinstri öftaflokkar" vriðast ekki vera til í heimi fjölmiðlafólks.

Einnig er fjallað um ríkisstjórninan og Össur fær örlitla sneið.

Össur Skarphéðinsson virðist haldinn þeim misskilningi að hann þurfti að hafa fyrir því að láta ekki taka sig alvarlega. Hann er fyrir löngu kominn í yfirburðastöðu í þeim efnum. Hann segir í tilefni nýrra atburða að ríkisstjórnin styrki sig við fækkun stuðningsmanna á þingi. Hvað skyldi hann telja nauðsynleggt að þeim fækki mikið til að stjórninni lífið vel með stuðninginn.

Ég hélt að Össur hefði bent á að það væri umdeilanlegt hvort telja hafi mátt Atla og Lilju til stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar á þingi.

Einungis þrjár og hálf síða fara undir minningargreinar í dag. Víkverji fjallar um rithöfundinn Sjón og stjörnuspá dagsins er þvaður eins go vanalega.

Á baksíðu er sagt frá íslending sem hefur náð góðum árangri í hundasleðakeppnum í Noregi.

moggamars