Örvitinn

Ritskoðaður á trú.is

Ég gerði þrjár tilraunir til að skrifa athugasemd við grein Hjalta Hugasonar um trúmál í endurskoðaðri stjórnarskrá á föstudaginn en aldrei birtist hún. Ég fékk enga meldingu um að athugasemd væri móttækin.

Athugasemdin innihélt engar vísanir þannig að ósennilegt er að spam-filter hafi stoppað hana. Önnur athugasemd hefur birst eftir að ég reyndi.

Svona var athugasemdin ógurlega.

Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að.

Er þetta ekki fínt svona?

Ég veit að það er í tísku hjá trúmönnum að ritskoða athugasemdir mínar (og Hjalti Hugason hunsar þær hvort sem er alltaf) en er þetta ekki full mikið af því góða?

kristni
Athugasemdir

Steindór J. Erlingsson - 04/04/11 11:02 #

Mér lýst vel á tillöguna, að því undaskyldu að í stað "þegnskyldu" ætti að vera "borgaralegri skyldu". Við erum ekki enn orðin þegnar Ólafs Ragnars.

Matti - 04/04/11 11:35 #

Sammála því. Eins og þú sást væntanlega klippti ég þetta einfaldlega úr langri tillögu Hjalta. Allt annað í tillögu hans þykir mér fullkomlega óþarft.

Óli Gneisti - 04/04/11 12:46 #

Mætti ekki enda þetta frekar á "Enginn er skyldur til að greiða gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags." og sleppa hinu.

Matti - 04/04/11 20:58 #

Ekkert bólar á athugasemdum mínum. Jæja, það verður þá bara að vera þannig.