Örvitinn

Stjarnfræðilega vitlaust kryppulið

Hetjan sem kallar sig Gullvagn skrifar um mig á Kryppuna eftir að ég gerði athugasemd við aðra færslu þar sem Kryppumenn líktu Teiti Atlasyni við Hitler. Sú athugasemd mín var (að mínu mati) ósköp saklaus en viðkvæmu sálirnar á Kryppunni þola ekkert sérstaklega mikið áreiti, þeir eru nefnilega svo miklir byltingarsinnar og byltingarsinnar halda sig alltaf inni í rigningu!

Það kemur ef til vill ekki á óvart að guðfræðingurinn og trúleysinginn Teitur vitni í biblíuna þegar honum hentar, en verra er að einn mest áberandi prestur vantrúarsöfnuðarins, Matthías Ásgeirsson, skuli gjamma á Björn okkar Hilmarsson í athugasemd við færslu sem bendir á hversu öfugsnúin slík hugsun er. Þó Björn hafi ef til vill ekki áttað sig á trúarlegu inntaki skilaboðanna, þá eru þau jafn andstæð trú á lýðræðið og frelsi fólks frá kirkju og yfirvöldum, eins hugmyndum trúaðs fólks um að Guð sé réttlátur og líði ekki ranglæti.

Þessi uppáhaldsvers Hitlers gætu raunar freistað Matta og hann tæki sig óneitanlega vel út í munkahempu. Því Matti og kirkjan eru sammála um þessa kreddu, og þetta virðist eitt af grunngildum Matta, sem er oftast heilshugar sammála yfirvöldum.

Hann hefur nú tekið sé frí frá því að skrifa opinbera dagbók um það hvað hann er duglegur að spila fótbolta eða elda mat, og skrifar nú heitt fyrir því að samþykkja Icesave. Nú getur hann bætt við, ef hann lætur freistast, þið farið beint til helvítis ef þið hafnið Icesave!

Í alvöru talað, þetta kryppu-lið er stjarnfræðilega vitlaust.

Á þessu ári hef ég skrifað fimm greinar um Icesave, þar af þrjár í þessari viku. Kryppan hefur skrifað ellefu greinar um Icesave síðustu átta daga.

aðdáendur samsæriskenningar
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 08/04/11 14:01 #

Æi, er ekki bara ljótt að vera að reyna að rökræða við þennan mann?

Bara um daginn var hann að skrifa um kaldan samruna og hélt að myndband um samrunatilraunir í MIT snérust um kaldan samruna, þrátt fyrir að í myndbandinu var talað um að ná sem mestum hita og minnst á "plasma" í annarri hverri setningu. [auðvitað var lokað á athugasemdir]

Matti - 08/04/11 14:34 #

Jú, þetta er fíflalegt af mér. Af einhverjum ástæðum finnst mér ástæða til að hreykja mér af því þegar Kryppan skrifar um mig.

Ragnar Þór Pétursson - 08/04/11 20:25 #

Ég sakna greinarinnar „Góðu rökin“ um Icesave. Kryppunnar sakna ég ekki neitt.

Matti - 08/04/11 20:31 #

Var að planta mér í sófann, búinn að kveikja upp í arninum (við erum þannið þessi elíta) og skellti inn einu myndbandi sem mér þykir gott innlegg í umræðuna.

Jón Frímann - 12/04/11 23:11 #

Ég fæ örugglega grein um mig fljótlega á kryppan.com. Þar sem ég er búinn að banna einn sem kenndi sig við kryppan.com og búinn að fjarlægja öll svör hans af blogginu mínu síðan ég setti það bann á.

Ég bannaði þennan aðila frá kryppan.com fyrir tröllaskap. Þar fyrir utan þá hafa þeir logið um mig beint fyrir all nokkru síðan og því fékk ég nóg af þeim endanlega.

Matti - 12/04/11 23:12 #

Hvern bannaðir þú?

Jón Frímann - 12/04/11 23:22 #

Hann notaði "heiddal" í tölvupóstfanginu hjá sér (notaði einnig þetta falska nafn, Jón Valur Alice Björnsson). Tengdi sig samt við vefinn kryppa.com. Hvort að hann er að ljúga til um tengslin veit ég ekkert um og er að öllu leiti sama.

Síðan notaði hann fyrr í kvöld tor til þess að setja inn athugasemd sem ég birti ekki og mun ekki birta á bloggsíðunni hjá mér.

Matti - 12/04/11 23:23 #

Þeir eru merkilega hræddir við að tjá sig undir eigin nafni.

Jón Frímann - 12/04/11 23:28 #

Það er svona að vera í hlutum sem eru gjörsamlega ótengdir raunveruleikanum. Þá er best að gera það undir nafnleysi.

Þá klikka hlutir hjá fólki bókstaflega. Síðan er nóg af vitleysunni sem fóðrar þetta fólk á Íslandi um þessar mundir.

Þessi aðili setti athugasemdir við eftirtaldar bloggfærslur hjá mér áður en ég bannaði hann.

"Speki andstæðinga Icesave"

"Mun Jón Valur, Loft Alice og co. bjóðast til þess að borga atvinnuleysisbætur til fólks í kjölfarið á þjóðaratkvæðagreiðslunni ?"

Flestar athugasemdinar eru þarna (ég bannaði hann mjög snemma eftir að hann fór að skrifa inná vefinn hjá mér), en ég á allar athugsemdir sem hafa komið frá þessum aðila í tölvupósti.

Jón Frímann - 13/04/11 21:38 #

Ég uppgötvaði fyrr í kvöld að kryppu liðið var að trölla athugasemdakerfið hjá mér. Ég fattaði það vegna þess að þeir notuðu alltaf "$user$@yahoo.com" þegar þeir skildu eftir athugasemdir á blogginu. Ég tók eftir því að óvenju margir notendur voru að nota yahoo tölvupóstkerfið og setja inn athugasemdir hjá mér.

Þeir notuðu ýmis nöfn og ýmsar ip tölur. Þetta virkar þá ekki lengur hjá þeim. Þar sem núna þarf að staðfesta athugasemdir sem eru settar inn með tölvupósti og með því að smella á slóð þar að lútandi.