Örvitinn

Er Jón Magnússon fasisti?

Ég veit það ekki en spurningin er áhugaverð og jafnvel nauðsynleg.

Frægt var þegar hann skrifaði blaðagreinina Ísland fyrir íslendinga. Hann sagði mér síðar að greinin hefði verið mistúlkuð! Um þessar mundir er hann upptekinn af því að Ísland eigi fyrst og fremst að vera fyrir kristna íslendinga og að berjast þurfi gegn vondu trúleysingjunum sem sýna kristinni trú ekki næga virðingu í nafni fjölmenningarsamfélagsins.

Á grundvelli bullsins um fjölmenningarsamfélagið hafa andstæðingar trúarinnar leitast við að koma öllu sem minnir á kristni burt úr skólum landsins og opinberum byggingum. Þá eru viðteknar venjur og siðir um friðhelgi á kristnum helgidögum aflögð að hluta eða með öllu.

Umræðan í þjóðfélaginu sýnir að það er pláss fyrir fábjánafasistaflokk að hættri Sannra Finna. Ætli Jón Magnússon sé ekki með drauma um að leiða flokk Sannra Íslendinga, reyndi hann ekki að gera Frjálslynda flokkinn að slíku fyrirbæri?

Umræða síðustu mánaða hefur sýnt að eftir hrun er nóg af hálfvitum hér á landi sem myndu kjósa slíkan flokk.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 25/04/11 20:09 #

Mér fannst alltaf dálítið kjánalegt þegar hann hélt því fram að það greinin um Ísland fyrir Íslendinga hefði verið mistúlkuð. Eins og hann tók fram, þá hefur hann ekkert á móti útlendingum, svo lengi sem þeir eru hvítir og kristnir!

Helgi Þór Gunnarsson - 25/04/11 22:04 #

"Matthías það er alveg rétt að ég hef barist gegn vanhugsuðum tillögum Margrétar Sverrisdóttur og Oddnýjar Sturludóttur sem miða að því að úthýsa kristni og kristnum gildum úr skólastarfi"

"Er það ekki svo að börn trúlausra geti vikið frá þegar trúarbragðafræðsla fer fram? Ég veit ekki betur."

Í hvaða heimi lifir maðurinn? Væri ágætt að fá betri útlistun á því hvernig það eigi að úthýsa kristni og kristnum gildum úr skólastarfi. Seinna quotið þarf varla að ræða svo hlægilegt er það :)

Matti - 25/04/11 22:10 #

Jón Magnússon er ósköp einfaldlega að gera sér upp fáfræði í þessum málum því allt hefur þetta verið rætt við hann áður. Meðal annars ræddi ég þessi mál við hann í beinni útsendingu í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. Eftir útsendingu sagðist hann vera sammála öllu sem ég sagði.

Annað hvort laug hann þá, hefur skipt um skoðun eða er búinn að gleyma þessu.

Matti - 25/04/11 22:12 #

Og nú er hann byrjaður að væla yfir vonda vantrúarfólkinu sem leggur hann í einelti því hann tjáir sig um trúmál.

Ég ætla að segja þetta einu sinni.

Ef þið setjið fram rangfærslur um málstað trúleysingja á Íslandi megið þið gera ráð fyrir að trúleysingjar muni andmæla ykkur (já, jafnvel harkalega).

Halldór L. - 26/04/11 21:36 #

Hann er ekki fasisti, því miður því þá gæti hann kannski viðurkennt með stolti fáránleikann í orðum sínum. Því miður, ef við ætlum að dæma af blogginu hans, er hann einfaldlega kristaltær hálfviti.

Halldór L. - 27/04/11 20:58 #

Sem getur ekki einu sinni séð sóma sinn í að birta athugasemdir.

Siggi Örn - 28/04/11 08:36 #

Hann birti ekki mína athugasemd við fyrri greinina sem ég setti inn fyrir tveimur dögum minnir mig. Nú er ekki lengur hægt að setja inn athugasemdir. Það er afskaplega mikill heigulsháttur að leyfa athugasemdir en velja síðan út það sem hentar. Betra að leyfa engar athugasemdir.