Örvitinn

Samtök um tónlistarhús borga ekkert í Hörpu

Samtök um tónlistarhús verða lögð niður þegar Harpa verður vígð á menningarnótt 20. ágúst. 140 milljónir króna hafa safnast í þau 28 ár sem samtökin hafa verið til. Utan um peningana hefur verið stofnaður menningarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns og tekur hann til starfa í Hörpu eftir vígsluna. Þangað geta þeir sem hyggja á tónleikahald í Hörpu sótt um styrk #

Eflaust er þetta bjánaleg spurning: Af hverju fara þessar 140 milljónir ekki upp í kostnaðinn við byggingu Hörpu?

Ég veit að þetta er ekki hlutfallslega mikið af heildarkostnaði en er ekki eðlilegt að Samtök um tónlistarhús taki þátt í kostnaðinum við að byggja tónlistarhúsið? Var ekki verið að safna pening í þeim tilgangi? Var ekki verið að "lobbía" fyrir þessu húsi árum saman? Er ekki réttast að afhenda skattgreiðendum þennan pening sem táknrænan þakklætisvott fyrir Hörpu? Þann pening væri svo hægt að nota til að styrkja fátækustu samlanda okkar - þá sem láta sig ekki einu sinni dreyma um að fara á skemmtun í Hörpu.

menning
Athugasemdir

Valdís - 16/05/11 22:37 #

Þetta er snilld. "..það var ekki farið í það að kaupa flygla eða einhverjar fasteignir.." Var ekki aðalbaráttumál þessara samtaka einmitt fjárfesting í "einhverjum fasteignum"?

Haukur - 16/05/11 22:44 #

Þetta er löng og skrýtin saga. Sjá t.d. þessa grein frá 1994.

Erna Magnúsdóttir - 16/05/11 23:07 #

Tæknilega séð er ég svosem sammála þér.. en mér finnst reyndar bara frábært að það sé eitthvað af peningum afgangs til að stunda listir... það er allt of mikið fjárfest í steinsteypu hvort sem er á Klakanum.

Matti - 16/05/11 23:08 #

Ég er ekkert að sjá á eftir þessum peningum í menningu og listir. Fannst þetta bara afskaplega skrítið þegar ég hlustaði á fréttina í útvarpinu í gær.

Jón Frímann - 16/05/11 23:31 #

Hvað á að opna þetta hús oft ?

Jóhann Ingi - 19/05/11 19:43 #

Ætli maður geti fengið styrkina sína til baka fyrst það á ekki að nota þá í það sem lofað var?

Henrý Þór - 21/05/11 13:16 #

Er ekki málið bara að Harpa er ekki tónlistarhús nema tónlistarmenn hafi efni á að spila þar? Annars yrði þetta bara ráðstefnuhús.