Örvitinn

Almannatengslavél kirkjunnar komin í gang

Samkvæmt heimildum mínum hefur almannatengslavél* ríkiskirkjunnar laumað boðum til presta og annarra starfsmanna hennar um að nú skuli hrópað hátt og títttrúleysisboð fari fram í skólum ef ekki megi boða þar kristni.

Með öðrum orðum. Ef prestar fá ekki að stunda kristniboð í leik- og grunnskólum jafngildir það því að trúleysisboð sé stundað. Samt hefur enginn talað um að senda mig eða aðra herskáa brjálaða öfgatrúleysingja í skólana. Það á bara að sleppa því að boða kristni. Áfram verður kennt heilmikið um þessi brjáluðu trúarbrögð en ekki á forsendum kirkjunnar heldur skólanna.

Málstaður almannatengslavélar kirkjunnar er glórulaus en það skiptir ekki máli, kirkjan er ekki að reyna að höfða til greindustu einstaklinganna heldur hinna sem vilja láta ljúga að sér.

Almannatengslaliðið og prestarnir gera sér grein fyrir því að nú skiptir gríðarlega miklu máli að væla í fjölmiðlum um ofsóknir, hatur og trúleysisboð. Það eru miklir hagsmunir í húfi því ef ekki tekst að troða kristni í leik- og grunnskólabörn er hætta á að þróunin haldi áfram og trúarfíkn landsmanna minnki hratt eins og hún hefur gert síðustu tvo áratugi.

Vissulega er til fólk innan ríkiskirkjunnar sem blöskrar þessi hegðun en þau þora ekki að tjá sig vegna þess að þau vita að þá er starf þeirra í hættu. Biskupinn er hefnigjarn og prestar eru fljótir að útskúfa þá sem svíkja lit eins og dæmin sanna. Skiljanlega segja þau ekkert opinberlega. Í staðin hvísla þau þessu að mér.

Svo má bæta við að séra Guðrún Karlsdóttir hafði þetta um málið að segja:

Ef þessar tillögur mannréttindaráðs í Reykjavík fara í gegn þá er spurning um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn næst. Þá er langt gengið en frekar það en að samþykkja að börnin mín fái gildissnauða heimsmynd í skólum Reykjavíkurborgar.

Börnin mín fá "gildissnauða heimsmynd"! Þetta fólk er náttúrulega ekki í lagi - en það erum við trúleysingjarnir sem erum dónarnir og durgarnir. Dæs.

*Kirkjan hefur greitt almannatengslafyrirtækjum fyrir ráðgjöf og Einar Karl Haraldsson hefur unnið fyrir hana. Ég veit ekki hvort hann er kirkjunni til ráðgjafar í þessu máli eða hvort hann er í fullu starfi við að lobbía meðlimi stjórnlagaþings.

kristni
Athugasemdir

Valgarður Guðjónsson - 08/06/11 22:52 #

Þetta með gildissnauðu heimsmyndina summerar ansi vel upp yfirlætið hjá nokkrum talsmönnum kirkjunnar.. að allt annað en þeirra trú sé gildissnautt er svona (illa) dulbúin leið til að segja "við höfum rétt fyrir okkur, okkar heimsmynd er sú eina rétta".

Arnar - 09/06/11 09:52 #

Pínu fyndið samt að prestur skuli ekki einu sinni treysta sér til að stunda trúarinnrætingu á sínum eigin börnum utan skólatíma.

Matti - 09/06/11 09:55 #

Láttu ekki svona, það er ekki eins og hún fái greitt fyrir að ala upp börnin sín. Heldur þú að hún sé áhugamanneskja um trúboð? Nei, hún er atvinnumaður.