Örvitinn

Framtíðin er núna

Það er hægt að "prenta út" flókna hluti. Magnað dæmi.

Ég geri samt ráð fyrir að þeir hafi unnið örlítið meira með módelið í tölvunni áður en þeir prentuðu það.

(via Kottke)

vísindi
Athugasemdir

Björn Friðgeir - 19/07/11 20:10 #

Já já, þeir viðurkenndu það fúslega þegar einhvver fór að pirrast út í að þetta væri ekki nákvæmlega eins og frummyndin, en það er ekkert sem segir að það hefði ekki verið hægt. Bara betra að fikta aðeins.

Skorrdal - 20/07/11 02:35 #

Michio Kaku spáði því í þætti á Discovery sem ég sá fyrir nokkru síðan, að eftir 15-20 ár væri farið að prenta líffæri í fólk.

Þetta er spes, en eins og þú segir, þá hefur þurft að laga þetta eitthvað í tölvunni áður en það var prentað. En að hafa template í tölvu er lítið mál, eftir að búið er að gera frummyndina einu sinni.

hildigunnur - 20/07/11 10:01 #

Smári McCarthy hefur verið að væflast í svona tækni :)

Matti - 20/07/11 10:18 #

Ég hef séð svona græjur áður en aldrei svona flókna smíði.

Freyr - 20/07/11 11:57 #

Skorrdal: "Prenta" er kannski ekki rétta orðið, en við erum komnir langt á leið með líffæra-byggingu: http://youtu.be/lAI5rLnnCBE

Freyr - 20/07/11 12:07 #

Bara að bæta við, en það er talað aðeins um líffæra-prentun í þessu videoi, sjá um 12:10.