Örvitinn

Mergur, bein og soð

bein

Kom við í Matarbúrinu í Kjós í gær og verslaði nautakjöt. Vissi að steikurnar voru búnar en keypti gúllas, hakk og Osso bucco. Fékk vænan beinlegg af nauti með þar sem hann átti ekki að fara í hundskjaft.

Skóf merginn úr beininu áðan, brúnaði því næst kjötið úr smjöri, olíu og beinmerg, tók til hliðar. Steikti lauk, sellerí og gula papriku. Kjötið út í, smá rauðvín, lárviðarlauf, tómatkraft, pipar og vatn. Þetta sýður næstu klukkutíma og úr verður vonandi þokkalegasta kjötsoð. Ef það verður of kraftmikið þynni ég það út því soðið ætla ég að nota í risotto milanese í kvöld. Nota hluta af mergnum í risottið líka, frysti afganginn. Baka focaccia brauð með.

matur
Athugasemdir

Matti - 01/08/11 16:56 #

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.

Matti - 02/08/11 11:16 #

Það var bara eitt sem klikkaði. Ég hefði þurft að gefa mér betri tíma í soðið. Hefði nefnilega þurft að kæla það á milli til að fleyta fituna ofan af. Soðið var of fitugt. Risottið var samt gott.