Örvitinn

Staglið

Kennari við Háskóla Íslands les bloggið mitt reglulega, leitar að tilvitnunum sem hægt er að láta orka tvímælis með réttum aðferðum og setur í möppu. Hópur fræðimanna les falsanir hans og trúir því að ég sé einhver versti ruddi landsins.

Samsærissinnar lesa bloggið mitt af miklum ákafa og skrifa undarlega myndskreyttar bloggfærslur um mig trekk í trekk. Fullyrða að ég sé hættulegur lýðræðinu. Fletta í gegnum fjölskyldualbúmið.

Geðveikir menn (hér er ég ekki að færa í stílinn, ég er að tala um veikt fólk) halda að ég sé fasisti og á móti skoðanafrelsi, vilji banna fólki að hafa skoðanir.

Aular tala um að ég sé költleiðtogi. Ef einhver er sammála mér um eitthvað telja þeir það sanna fullyrðinguna.

Þau eru talin í hundruðum skiptin sem ég hef verið sagður hrokafullur, fordómafullur á móti skoðanafrelsi og eitthvað þaðan af verra í netumræðum.

Svo verður fólk hissa á því að ég fái nóg útaf stagli um að ég sé svona eða hinsegin, hafi þessa skoðun eða hina, þori ekki að segja hitt eða þetta, vilji ekki játa að, geri mér bara ekki grein fyrir, sé ekki samkvæmur sjálfum mér, þori ekki að horfast í augu við, sé nú bara víst fordómafullur, ætti að vera að fjalla um eitthvað annað, skilji ekki umræðuna þó umræðan sé frekar einföld og svo framvegis. Undarlegt að ég fái upp í kok þegar fólk sýnir mér yfirlæti og hroka þegar ég sé ekki að ég hafi gert nokkuð til að verðskulda slíkt.

Fyrirgefið, ég tek ekki þátt í slíkum leik. Skrái mig úr því "félagi". Einbeiti mér að einhverju öðru.

dagbók
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 28/09/11 18:38 #

Merkilegt hvað þú snertir margan manninn á hinn undarlegasta hátt, verandi - beinlínis - einhver nóboddí útí bæ.

En ég er náttúrulega í persónu-költinu þínu. Heill sé þér! :* :* :*

Kristinn - 28/09/11 20:30 #

Vertu hress, gamli.

Ég tuða amk. bara í þér af því að það er gaman að fjasa við glúrið fólk.

Hitt liðið fer nú vonandi fljótlega að finna sér eitthvað annað að gera...

Gylfi Freyr - 29/09/11 21:09 #

Get því miður ekki talist til "költsins" en það er endalaust gaman að lesa það sem þú skrifar. Margt af því sem kemur fram á þessari síðu er virkilega þess virði að lesa það.

Fyrir hönd hins almenna borgara sem að er sama um flesta hluti þá þakka ég þér fyrir þitt framlag.

Walter - 30/09/11 01:15 #

"þakka ég þér fyrir þitt framlag."

Tek undir það :) Þó ég sé nú ekki alveg sammála í pólítíkini þá eru margir nóboddy´s sem fylgjast með og styðja málstað þinn með þér.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 30/09/11 08:43 #

Held að Gylfi og Walter séu með þetta, sennilega mun fleiri sem lesa hérna sér til gamans og ánægju, svo eru hinir bara botnfallið sem á að hundsa... ;)

Einar K. - 01/10/11 14:57 #

Þú mátt aldrei hætta að tuða. Þú ert einn sá besti í þessu. Ég tek í hnakkadrambið á þér á undan Krypplingunum.com ef þú heldur þessu til streitu. Og já, þetta var hótun. ;) Keep up the good work. Rökfastari maður er vandfundnari.

Einar K. - 01/10/11 15:01 #

"Vandfundinn" átti að vera lokaorðið; ekki miðstigið. Fór aðeins fram úr sjálfum mér í bræði. Manni er ekki sjálfrátt þegar maður þarf að hóta fólki til hlýðni. ;)

Kristinn Snær - 01/10/11 15:15 #

Sorglegt ef ég skil rétt að þú sért að hætta að skrifa um þessi mál. Rökfastari penna varla hægt að finna á þessu skeri. Hef verið dyggur lesandi og yfirleitt sammála hverju einasta orði. En ég skil svosem að maður gefist upp, það er ekki endalaust hægt að tala við steina og búast við að þeir hlusti.

Þakka góð skrif.

Einar K. - 01/10/11 15:20 #

Ég skal splæsa eggjunum Kristinn Snær. Er kasthöndin ekki í lagi? Það þarf að grýta þennan komma líka ef hann tekur ekki sönsum. Bakkaselið um 8-leytið á mánudagsmorgun?

Matti - 01/10/11 15:26 #

Ég er ekki að fara að hætta neinu, það er einhver misskilningur. Blogga samt ákaflega lítið miðað við það sem ég gerði áður.

Ég var heldur ekki að setja upp drama til að fiska eftir hrósi ;-) Ég er bara að fá útrás fyrir pirring útaf gagnrýni sem mér þótti ómakleg og þreytandi.

Ætlaði að eiga samræður við Teit Atlason á Facebook síðunni hans í miðvikudag, þar sem hann var að velta fyrir sér af hverju lántakendur fengju ekki 30-40% afslátt af húsnæðislánum þar sem bankarnir hefðu fengið þann afslátt. Setti fram frekar einfalda spurningu og fékk þessi viðbrögð frá Hólmfríði Bjarnadóttur:

Fjármagnseigendur eiga sér greinilega góða vini sem verja þá fram í rauðann ...........

Það hafði samt ekkert með þessa færslu að gera edna færslan skrifuð á undan en sýnir bara hvað þetta getur verið galið :-)

En jú, þráhyggja Bjarna Randvers og kryppuliða meðal annara veldur því að ég verð stundum afhuga blogginu. Bjarni Randver kíkir alltaf reglulega í heimsókn af skrifstofu Péturs. Ætli hann sé ekki þessa dagana að halda fyrirlestra um það hvað ég er agalegur.

Einar K. - 01/10/11 15:33 #

Well, þú átt samt alveg skilið hrós fyrir upplýsandi umræður um víðan völl og að veita netvitleysingum aðhald. Þó við séum flest annað en sammála pólitískt séð oft á tíðum. Það þarf nú ekki að lesa mikið eftir þig til að sjá að þú ert allt annað en sjálfhverfur. Viðkvæmur hugsanlega á stundum en þráir ekki klapp á bakið. Þessa færslu var auðvelt að misskilja. Það að þú ætlaðir að draga þig úr netumræðum. Þú ert auðvitað of þrasgjarn til að setjast í helgan stein. Maður gat nú sagt sér það svosem. ;)