Örvitinn

Sorphirða

Samkvæmt dagatalinu verður sorp hirt í Bakkaseli í dag. Ruslabílinn var í götunni fyrir ofan okkur eldsnemma í morgun en hafði ekki komið í götuna okkar um tíu.

sorp

Það væri ágætt að geta hent rusli í dag en ætli það teljist ekki óþarfa lúxus.

umhverfið
Athugasemdir

Matti - 01/11/11 11:17 #

Þetta er víst allt að gerast núna!

Þórður Ingvarsson - 01/11/11 11:20 #

Þvílíkur lúxus! Tvær ruslatunnur þar sem ég bý, báðar fullar og samkvæmt dagatalinu þá verða þær tæmdar á mánudag í næstu viku. Skilvirkni.

Matti - 01/11/11 11:34 #

Ruslakarlar komu, skyldu pokana fyrir framan eftir!

Matti - 01/11/11 11:45 #

Þetta eru ekki einu sinni þungir pokar. Hverslags þjónusta er þetta eiginlega?

Baldvin - 01/11/11 12:12 #

Þetta virðist vera regla hjá þeim. Hérna fáum við hálfa tunnu per íbúð, sem dugir nú ekki langt. Um daginn var svo flutt inn í ósamþykkta íbúð í húsinu sem staðið hafði auð auk þess sem íbúafjöldi í öðrum íbúðum í húsinu hefur aukist undanfarið. Tunnurnar eru oft orðnar hálffullar þegar búið er að setja í þær pokana sem þeir skilja eftir á gólfinu.

Við höfum ítrekað óskað eftir fleiri tunnum, meira að segja með formlegri ályktun húsfélagsins. Ekkert hefur heyrst frá borginni ennþá.

Matti - 01/11/11 12:19 #

Spurning um að skutlast með aukapokana í tunnuna hjá Jón Gnarr.

hildigunnur - 01/11/11 13:50 #

Endurvinna, endurvinna, endurvinna - við fækkuðum niður í eina tunnu fyrir okkar 5 manna fjölskyldu og svo mann sem býr einn uppi í risi.

Feikinóg. Fyllist aldrei. Enda hendum við engum pappír, engu járni né gleri, nánast engu plasti, aldrei gosumbúðum. Tekur ferð í Sorpu á tveggja til þriggja vikna fresti.

Sé fólk ekki til í þetta má athuga með að henda í lofttæmipoka sem fást í Rúmfatalagernum. Ruslið tæki talsvert minna pláss ;)

Matti - 01/11/11 14:26 #

Við hendum ekki gosflöskum, fernum eða dagblöðum í tunnuna. Yfirleitt hefur tunnan dugað en við megum ekki taka góða tiltekt, þá fyllist allt.

En hefði virkilega verið mikið mál fyrir ruslakarla að taka þessa poka með eftir að þeir skiluðu tunnunni aftur á sinn stað?

Erna Magnúsdóttir - 01/11/11 14:49 #

Ég held að ruslakarlarnir séu undir fyrirmælum um að taka bara tunnur. Þegar ég var ruslakerling á sumrin hér í denn þá gilti sú regla alla vegana. Ég held að það hafi verið vegna þess að einhvern tíman hafi verið teknir pokar sem ekki voru í tunnu og þeir voru víst ekki rusl. Ég held að hér sé því ekki við sjálfa öskukarlana að sakast, heldur reglur Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar (heitir hún það enn?).

Það getur verið erfitt að vera ruslakerling. Við vorum undir ströngum fyrirmælum að taka ekki tunnur ef þær innihéldu garða-úrgang, þ.e. gras. Þannig að við opnuðum alltaf tunnurnar til að passa upp á að þær væru ekki fullar af grasi, sérstaklega ef þær voru þungar. Einu sinni sem oftar gerði ég það og lyfti upp efsta pokanum sem maður jú gerði til að sjá hvort verið var að fela gras í tunnum. Íbúi hússins sá til mín og klagaði mig fyrir "bin-diving" :D

Matti - 01/11/11 15:10 #

Haha!

Já, þetta er sennilega rétt hjá þér. Næst þarf ég að stafla öllu draslinu ofan á tunnuna :-)

Jón Yngvi - 01/11/11 16:37 #

Verð að taka undir með Hildigunni. Við erum með eina græna tunnu (tæmd á 20 daga fresti) fyrir fimm manna fjölskyldu og dugir prýðilega. Það munar ótrúlega miklu að flokka plast og pappír og fara með í grenndargám. Tiltektum fylgir yfirleitt sorpuferð.

Matti - 01/11/11 16:43 #

Tiltekt hjá okkur fylgir yfirleitt sorpuferð. Fyrst og fremst með nytjahluti sem fara í Góða hirðinn.

Ég hef ekki beint pláss fyrir græna tunnu því ég nota helminginn af ruslageymslunni undir garðáhöld. Þau gætu svosem farið út í bílskúr, en þá þyrfti ég fyrst að taka almennilega til í honum og fara góða sorpuferð.

Tinna Gígja - 02/11/11 00:16 #

Bíddubíddubíddu, er ekki hægt að endurvinna thulekassann? Það hlýtur að vera hægt að nota eitthvað af þessu í jólaföndur!

hildigunnur - 02/11/11 08:19 #

jamm thulekassinn færi til dæmis í pappírsgáminn, einmitt.