Örvitinn

Bleikt.is, reddit.com og yfirennisskeggið

Sorpsíðan bleikt.is (sem fær ekki alvöru vísun á þessu bloggi) tekur stóran hluta af efni sínu af erlendum síðum án þess að geta heimilda. Ekki er nóg með að bleikt.is afriti ljósmyndir heldur kópera þau myndatextann iðulega.

Á þessum þræði á reddit er mynd af karlmanni með afar sérkennilegt hár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndin birtist á reddit. Fyrirsögnin á reddit er; "Sir, your mustache is escaping!".

Bleikt.is tók myndina af reddit og birti færslu með fyrirsögninni "Yfirvaraskeggið sem stakk af: Mynd". Í færslunni stendur auk þess: "„Það stakk af, herra minn, og er nú á enninu á þér..."". Ekki er vísað á reddit. Ég hef séð tugi sambærilegra dæma á bleikt.is síðustu vikur. Það er augljóst af fyrirsögnum á Blogg gáttinni og fljótlegt að staðfesta að efnið er kóperað af reddit. Þið getið dundað ykkur við að para þetta saman ef þið hafið tíma.

Eins og ég hef áður sagt, þá er bleikt.is bölvað rusl!

Fyrsta regla vefsamfélagiðs á að vera: Vísaðu á heimildir*. Það er allt í lagi að afrita efni í hófi, betra er þó að vísa á efni á öðrum síðum. Reddit er skemmtileg síða og þar er margt forvitnilegt. Það lýsir samt ekki miklu metnaði hjá fjölmiðli ef meirihluti efnis er einfaldlega afritaður af einni síðu.

* Það má þó gera undantekningar frá þeirri reglu þegar fjallað er um sorpvefi sem stela öllu steini léttara.

fjölmiðlar vefmál
Athugasemdir

Matti - 08/11/11 16:17 #

Tókst mér að stöðva bleikt.is? Ég sé enga uppfærslu frá þeim á gáttinni eftir þessa færslu mína.

Matti - 08/11/11 18:10 #

Neibb. Myndin af kettinum er tekin beint af reddit.

ps. Það er ekki vísun að taka fram að mynd sé frá imgur! imgur er hýsingarþjónusta fyrir myndir, bleikt.is finnur myndirnar ekki þar.