Jólastríð ríkiskirkjunnar

Síðustu ár hefur aðventan alltaf verið eins. Þjónar kirkjunnar delera um að vont fólk vilji leggja jólin niður, eyðileggja jólafríið (hefur einhver litið á dagatalið fyrir þessi jól?) og útrýma kærleikanum.
Það kemur mér því nákvæmlega ekkert á óvart að biskup deleri í útvarpsprédkun um að ástandið í Reykjavík sé eins og í Sovetríkjunum sálugu eða þegar séra Þórhallur Heimisson segir að það sé búið að banna fyrirgefningu í skólum (án gríns).
Þetta er bara hið árlega jólastríð ríkiskirkjunnar. Fastur liður í hátíðarhaldinu.
Munið þó að trúleysingjar sem tjá sig eru hinir einu sönnu öfgamenn og talibanar á Íslandi.
Athugasemdir