Örvitinn

PS3 leikir

Ég keypti PS3 tölvu í afmælisgjöf handa sjálfum mér þegar við hjónin fórum til London í nóvember. Með tölvunni fylgdi einn leikur, Battlefield 3 en ég keypti líka nokkra notaða leiki. Stelpurnar gáfu mér svo PS3 leiki í jólagjöf en ég setti saman lista og leikirnir voru keyptir notaðir í London. Það er nefnilega fínt verð á notuðum leikjum úti.

Leikirnir sem eru til á heimilinu í dag eru:

Ég kláraði Rage í dag, eiginlega alveg óvart. Get reyndar spilað leikinn meira og klárað fleiri hliðarverkefni en veit ekki hvort ég nenni því.

Næst á dagskrá er að klára Battlefield 3 single player og byrja á Deus Ex. Ég hef reyndar ekkert rosalega mikinn tíma til að dunda mér í tölvuleikjum en get stolist af og til. Ég á allaveg nóg af PS3 leikjum fyrir árið.

Stelpurnar fengu þrjá síðustu leikin á listanum í jólagjöf.

tölvuleikir
Athugasemdir

Arnar - 15/01/12 14:20 #

Mæli með Uncharted seríunni, svakalegir leikir.

Matti - 15/01/12 15:28 #

Já, ég hef séð að Uncharted leikirnir toppa marga lista yfir bestu leikina á PS3. Tékka á þeim þegar ég hef náð að klára nokkra á listanum mínum.

Lalli - 17/01/12 05:33 #

Held að Final Fantasy geti stytt þér stundirnar í ca ársfjórðung ef hann er eitthvað svipaður forverum sínum.

-DJ- - 17/01/12 08:09 #

Fallout er málið.