Örvitinn

Harpa

Þegar maður ekur framhjá Hörpu í morgunsárið þjóta ljósin um glerhjúp tónlistarhallarinnar eins og þau séu að reyna að flýja menninguna. Mér finnst það nokkuð tilkomumikið.

Þarf að taka myndir af Hörpu við tækifæri. Er það ekki móðins?

Ýmislegt
Athugasemdir

frelsarinn - 02/02/12 23:42 #

Engin spurning, það er líka gott að stoppa við í Hörpunni og fá sér snæðing. Ég er reyndar með ofnæmi fyrir hörpuskel þannig að ég sleppi slíku botndýralífi á mínum diski.

Hörður - 03/02/12 12:44 #

Sæll Matti, húsið heitir "Harpa" eftir kvenmannsnafninu en ekki "Harpan" eins og hljóðfærið. Kveðja Hörður

Matti - 03/02/12 12:46 #

Takk takk, titill færslunnar og innihald hafa eitthvað verið að sveiflast til!

Erlendur - 03/02/12 14:43 #

Það var allaveganna móðin í sumar að taka myndir af Hörpu. Ég tók fullt þegar ég var á Íslandi í sumarfríi en ekkert í jólafríinu.