Örvitinn

Svartur á leik

Viđ hjónin skelltum okkur í Smárabíó í gćrkvöldi ađ sjá Svartur á leik (Facebook veggur myndarinnar). Myndin hefur fengiđ gríđarlega góđa dóma en sem betur fer sá ég líka a.m.k. eina neikvćđa athugasemd áđur en ég fór. Ef mađur hefur of miklar vćntingar standa bíómyndir sjaldan undir ţeim.

Svartur á leik er ađ mínu mati mjög góđ bíómynd. Ţađ má svosem segja ađ söguţráđurinn sé dálítiđ samhengislaus, ađ myndin sé samansafn atvika sem persónunar hennar taka ţátt í. Viđ fylgjum ţó ađalsöguhetjunni gegnum myndina og mér ţótti ţetta virka vel.

Ég átti von á ađ myndin vćri grófari. Fannst á umrćđunni eins og hún vćri eitthvađ skelfileg og kynlífsatriđi vćru sérlega gróf. Ég er kannski orđinn svona dofinn og kippi mér ekki upp viđ neitt! Myndin er ţó ekki viđ hćfi barna.

Myndin nćr tíđarandum í kringum aldamótin vel enda ekki mjög langt hoppađ aftur. Samt skemmtilegar vísanir, sumar lúmskari en ađrar. Ţađ er ekki lengra síđan allir reyktu á skemmtistöđum! Ţađ er áhugavert hvernig sagan er byggđ í kring um raunverulega atburđi.

Undirheimalífiđ er ekki gert eftirsóknarvert, ţetta er allt hálf aumkunarvert í raun.

Svartur á leik er faglega gerđ, myndtaka og hljóđ kom vel út og tónlistin í myndinni skemmtileg. Leikurinn er sannfćrandi. Var ţetta ekki Viddi sem lék dómarann?

Ég mćli međ myndinnni. Ţađ var uppselt í Smárabíó í gćrkvöldi. Viđ mćttum 10 mínútum fyrir átta og fengum sćti á ţriđja bekk. Myndin hófst ekki fyrr en rúmum 20 mínútum eftir auglýstan sýningartíma útaf auglýsingum og ţegar um 45 mínútur voru liđnar kom hlé! Ţađ er ţó önnur umrćđa. Sleppti ţví ađ kaupa mér gos og popp í bíó. Sá ekkert eftir ţví!

kvikmyndir
Athugasemdir

spritti - 17/03/12 09:37 #

Handrit mátt fylgja sjálfri bókinni betur eftir.

Matti - 17/03/12 14:11 #

Ég hef ekki lesiđ bókina.

Ţórđur Ingvarsson - 17/03/12 19:08 #

Án efa ein besta íslenska bíómyndin sem komiđ hefur út síđan... tja... ég bara veit ekki. Held ađ ég hafi aldrei áđur séđ íslenska kvikmynd ţar sem allir leikararnir (og statistar) standa sig alveg ótrúlega vel. Ţađ er eiginlega ekkert leikhúslegt, klunnalegt eđa annađ kjánalegt hćgt ađ setja út á leikinn. Meira segja Egill "Gillz" Einarsson var bara feikiflottur í ţessari mynd.

Sigurlaug Hauksdóttir - 20/03/12 11:23 #

Fyrsta skiptiđ sem ég fć ekki kjánahroll ţegar íslendingar leika glćpamenn í bíómynd.. og já, m.a.s. Gillz var góđur, en dóttur minni, 18 ára, fannst örlög karaktersins viđ hćfi. Damon Younger fannst mér ţó standa upp úr, hann var hrollvekjandi sem Brúnó.