Örvitinn

Orðræða um orðræðu um orðræðu

Ein leið sem stundum er notuð til að stöðva andóf er að einblína á orðræðuna í stað málefnisins og reyna að kæfa andófið með því að krefjast þess að allt sem er sett fram sé óumdeilt.

Goðafoss

Þannig getur farið merkilega mikil orka í að eltast við aukaatriði og tittlingaskít. Menn gera sér upp sárindi, saka fólk um öfgar og dónaskap. Segja svo eitthvað í átt við:

"Ef þau væru ekki svona {dónaleg/öfgafull/hrokafull/húmorslaus/ónákvæm} þá gæti ég alveg tekið undir með þeim. Ef þau myndu bara orða þetta akkúrat svona en ekki hinssegin."

Sjaldan tala þessir aðilar samt um málefnið þegar þeir eru ekki að ræða um orðræðuna.

Auðvitað fá flestir leið á því að eltast við aukaatriði, vera sífellt að ræða um orðræðuna í stað þess að ræða málefnið. Þannig virkar þetta.

* ...um aðferð.

efahyggja
Athugasemdir

Matti - 23/05/12 11:54 #

Æi, greyið maðurinn skilur ekki mælt mál eða ritaðan texta. Kjarni málsins er þessi:

Auðvitað fá flestir leið á því að eltast við aukaatriði,

Það skiptir ekki máli hver tilgangur orðræðunnar um orðræðuna er, niðurstaðan er sú að þeir sem standa í baráttu hætta að nenna því. Tíminn fer allur í að eltast við aukaatriði, fást við gagnrýni fólks sem segist vera sammála þér - ofan á það að takast á við gagnrýni þeirra sem sannarlegu eru ósammála.

Þetta er bara krúttlegt.

Við erum almennt ósammála um mikilvægi og eðli þess að ræða blæbrigði í framsetningu baráttumála, Matti. Allt (flest?) sem ég segi þar um kallar þú tilgangslaust og eitthvað þar fram eftir götunum. Þá umræðu höfum við tekið margsinnis og þótt þú hafir alveg eitthvað til þíns máls þar, gætir líka einhverrar meinloku hjá þér hvað þessa hluti snertir og því til lítils að ræða þá við þig.

Kristinn Theódórsson - 23/05/12 12:08 #

Við erum á sama máli um eitt, Matti. Við teljum báðir að hinn sé grey sem skilur ekki mælt mál eða ritaðan texta - nú eða hver kjarni málsins er.

Gaman að þessu, gamli :)

Matti - 23/05/12 12:10 #

Ég hef þó eitthvað að segja.

"Matta okkar" skrifar Harpa Hreinsdóttir. Fowler hjálpi mér. KT og Harpa eru glæsilegt lið.

Kristinn Theódórsson - 23/05/12 12:14 #

Tja, þú ert allavega haldinn ríkri sannfæringu um að þú hafir eitthvað að segja. En það má vitaskuld segja það um mig líka.

Matti - 23/05/12 12:16 #

Tja, þú ert allavega haldinn ríkri sannfæringu um að þú hafir eitthvað að segja

Hvað á þetta að þýða? Hefur þetta einhverja merkingu, aðra en eitthvað diss um að kannski hafi ég ekkert að segja?

Hvað hefur þú að segja þessa mánuði annað en hugrenningar um "blæbrigði umræðunnar"?

Kristinn Theódórsson - 23/05/12 12:19 #

Þessi sandkassaleikur er ekki sjarmalaus, en ég ætla nú samt að skella mér í annað.

bestu kveðjur,

Matti - 23/05/12 12:21 #

Vertu vænn og komdu ekki aftur.

"Geti maður ekki tekið gagnrýni á andóf sitt (eða vina sinna)..."

Ég hef ekkert með druslugöngu að gera og þekki engan sem tengist henni. Látum það samt ekki stoppa okkur.

Óli Gneisti - 23/05/12 13:50 #

Það að Kristinn hafi gaman af sandkassaumræðu útskýrir ýmislegt. Ekki hef ég gaman af henni.

EgillO - 23/05/12 22:59 #

Þessi 'kollatiltektar' færsla hjá KT er eitthvað mesta framhjáskot sem ég hef séð frá þeim annars ágæta manni í langan tíma. Það er engin að tala um að þeir sem nöldra yfir smáatriðum séu að reyna að stöðva umræðuna.

Það kemur hinsvegar, því miður, ekki á óvart að sjá þá túlkun úr þessum herbúðum.

Kristinn Theódórsson - 23/05/12 23:25 #

Egill, Matti segir hér efst í þessari grein:

Ein leið sem stundum er notuð til að stöðva andóf er að einblína á orðræðuna í stað málefnisins og reyna að kæfa andófið með því að krefjast þess að allt sem er sett fram sé óumdeilt.

Ekki framhjáskot, heldur bein vísun í það sem Matti er að láta frá sér um málið.

Friður.

Matti - 24/05/12 08:25 #

Þarna skrifaði ég "stundum" og stend við það. Vísa m.a. í umræður um "ríkiskirkju", "trúleysi sem trú" og nú nýlega stórkostlega vandlætingu trúmanna útaf orðinu "trúarrúnk".

Veistu það Kristinn, ég held ekki að þú sért að reyna að stöðva umræðuna en þér er að takast það.

Kristinn Theódórsson - 24/05/12 20:37 #

Í umræddu svari mínu sagði ég líka "Geti maður.." og ég stend við það. Þar sem þú heldur að sögn ekki að ég sé að reyna að stöðva umræðuna, á þetta augljóslega ekki við um þig.

Ég hef hinsvegar ekki orðið var við það á nokkurn hátt að mér sé að takast að stöðva umræðuna. Hún siglir undan seglum þöndum að mér sýnist, en það eru fáeinar hræður farnar að vanda sig aðeins betur í framsetningu á baráttunni og það þykir mér alveg hreint ágætur árangur.

Bloggið mitt er lítið lesinn vettvangur og má alveg vera það. Ef ég væri í vinsældaleit myndi ég vitanlega haga hlutunum örðuvísi en ég hef gert. Greinin um druslugönguna er bara væg gagnrýni og þarf ekkert að pirra neinn, að mér finnst.

Umræða um orðræðu er nokkuð sem þú þekkir vel, hafandi um áraraðir gagnrýnt orðræðu kirkjunnar sem sumum þykir fáránlegt tuð á meðan öðrum þykir það þarft. Ég fell í seinni hópinn, en fólki er að sjálfsögðu frjálst að þykja gagnrýni mín á orðræðu femínismans tilgangslaus, ég er bara ekki sammála því - mér finnst það vera að gefast ágætlega - og þá er ég ekki að tala um að stöðva eigi umræðuna eða andófið, alls ekki.

Matti - 25/05/12 08:50 #

Eins og þú tjáir þig bara á blogginu þínu, en ekki t.d. með ótrúlega mörgum athugasemdum á vissum vefmiðlum. Þó þú eigir sneið í þessu þá er þetta ekki eingöngu skrifað um þig.

Ég hef hinsvegar ekki orðið var við það á nokkurn hátt að mér sé að takast að stöðva umræðuna.

Ef þú bara vissir.