Örvitinn

Örvitinn og séra Grútur

Þegar ég "uppnefni" séra Kristinn Jens Sigurþórsson í athugasemdum við leiðara DV og kalla hann "Grút" er það sambærilegt við það að ég sé "uppnefndur" Örvitinn. Ég hef bloggað hér undir nafninu Örvitinn í meira en tíu ár, séra Kristinn Jens hefur tekið þátt í umræðum á netinu (aðallega moggablogginu) undir nafninu Grútur* [Sjá t.d. a, b, c]. Grútur fór oft á kostum og vakti athygli fyrir djúpa speki.

Það þarf ekkert að útskýra þetta sérstaklega. Þetta er ekki uppnefni heldur viðurnefni sem séra Kristinn Jens valdi sér sjálfur. Hann kvartar ekki yfir notkun minni enda þekkir hann málið en Bjarni Randver Sigurvinsson notar þetta sem dæmi um það hvernig ég legg fólk í einelti.

Vantrúarfélagar skipulögðu aðgerðir sínar gegn mér sem heilagt stríð og einelti eins og kemur berlega fram á innri vef félagsins. Þetta einelti einskorðast þó ekki við mig heldur hverja þá sem þeir ákveða að taka fyrir í baráttu sinni gegn áhrifum þess sem þeir uppnefna jafnan „hindurvitni“ í samfélaginu. Dæmi um birtingarmynd þess eineltis eru hæðnin, stóryrðin og uppnefnin sem markvisst eru notuð gegn hverjum þeim sem ætlunin er að niðurlægja en í því sambandi má benda á að Matthías Ásgeirsson getur ekki stillt sig um að uppnefna Kristin Jens Sigurþórsson hér „Grút“.

Þess má geta að Bjarni Randver segir ósatt þegar hann heldur því fram að aðgerðir Vantrúar hafi verið skipulagðar sem "heilagt stríð og einelti". Þetta eru ekki einu ósannindi Bjarna í athugasemdum sínum á DV, hann fer einnig með ósannindi um fólk sem tengist málinu ekki á nokkurn hátt.

Bjarni Randver heldur því fram að við nýtum hvert tækifæri sem gefst til að tjá okkur um þetta mál. Það er ósatt. Í þessu tilviki var það séra Kristinn Jens sem dró máls Bjarna Randvers inn í umræðuna, ég svaraði athugasemdum hans.

Vantrú grefur ekki undan trúverðugleika Bjarna sem háskólakennara og fræðimanns, það gerir hann alveg hjálparlaust sjálfur þegar hann tjáir sig.

* Kristinn Jens notaði einnig nokkur önnur dulnefni í rökrildum sínum við trúleysingja á netinu. Mig minnir að hann hafi einn tjáð sig töluvert á Eyjunni en hringlandaháttur með athugasemdarkerfi á þeirri síðu veldur því að gamlar umræður hafa glatast.

Ýmislegt
Athugasemdir

Einar - 21/08/12 15:27 #

Ég er nánast farinn að vorkenna manninum. Þótt erfitt sé því hann er svo óheiðarlegur.

Eins og kemur fram í greinum um þetta mál á Vantru.is að þá komst maðurinn yfir efni af lokuðu spjallsvæði félagsins og hefur verið að snúa út úr, rangtúlka og segja ósatt um það sem þar kemur fram. Hvað er hægt að segja við svoleiðis vinnubrögðum?!

Gaman að rifja upp svipað mál. Þegar aðili tengdur Vantrú rakst á fyrir tilviljun að opið væri á lokuðu spjallsvæði presta fyrir nokkrum árum og eins og eðlilegt var, lét vita þannig að þeir sem sáu um þann vef gátu lagfært mistökin og lokað spjallborðinu.

Guðfræðingurinn og stundakennarinn í Háskóla Íslands lendir í svipaðri stöðu. Kemst í lokað spjallsvæði Vantrúar eða efni þaðan og eins og fyrr segir, fer að snúa út úr því og nota það gegn félagsmönnum á ófyrirleitinn hátt. Er það ekki lögbrot?

Það er greinilega eitthvað mikið að þarna í guðfræðideildinni í Háskólanum. Það er nokkuð ljóst bæði eftir að hafa kynnt mér þetta mál og síðan doktors málið sem kom upp fyrir stuttu.

Einn af 100 bestu háskólum í heimi? Góður þessi...

Matti - 21/08/12 15:32 #

Það er t.d. "fyndið" dæmi í þessum athugasemdum Bjarna, hann skrifar:

Ég hef hins vegar ekki í hyggju að tjá mig meira um málið á þessum vettvangi í bráð þótt búast megi við að vantrúarfélagar og vantrúarfélagssinnar láti áfram í sér heyra með hefðbundnum hætti og beiti þar því sem kallað er á innri vef þeirra „smart dirty tactics“.

Ég þurfti að leita að „smart dirty tactics“ á spjallborði Vantrúar og fann athugasemdina sem Bjarni vitnar í. Þetta er úr einni athugasemd, frá einum (ungum og áköfum) félaga og það tekur engin undir með honum. Þetta er bara fólk að spjalla saman í trúnaði um tiltekið mál, sumum heitt í hamsi, svona eins og fólk gerir þegar það hittist á kaffihúsi eða á fundi og einn meðlimur í félaginu notar þessi orð.

Hjá Bjarna Randver verður þetta aftur á móti að aðferðarfræði hjá vonda félaginu - alveg eins og "eineltið" og "heilaga stríðið".

Birgir Baldursson - 21/08/12 16:20 #

Ég er ekki viss um að þetta séu viljandi ósannindi hjá BR. Mig grunar að hann sé fyrst og fremst fórnarlamb lélegs lesskilnings og sér af þeim sökum alls lags samsæri út úr þeim texta sem spjallborðsþjófurinn kom í hendur honum.

Þessum manni þarf að hjálpa.

Óli Gneisti - 21/08/12 19:17 #

Ég held að það sé vissulega að það sé rétt að þetta sé spurning um lesskilning. Hins vegar grunar mig að ef hann væri settur í lesskilningspróf þá gæti hann skilið réttlætanlegt samhengi þegar um væri að ræða kristna íhaldsmenn en myndi ekki koma auga á slíkt þegar um væri að ræða vinstri mann eða trúleysingja (hvað þá, verst af öllu vondu, guðlausan kommúnista). Sumsé, fordómar hans stýra lesskilningnum.

Matti - 22/08/12 15:42 #

Nýjasta útspil Bjarna Randvers í umræðunni á DV bendir frekar til þess að hann sé viljandi að segja ósatt - það er ekki hægt að mistúlka allt með þessum hætti.

Birgir Baldursson - 22/08/12 18:31 #

Ég held að það séu engin takmörk fyrir því hvað þessi maður getur látið sinn stolna spjallborðstexta dilla ofsóknaræði sínu. Hann smíðar samsæriskenningar alveg hægri vinstri. Að Vantrúarmaður hafi plantað Eyju í siðanefnd fyrir hönd Vantrúar lýsir engu öðru en helsjúkum huga.

Þessi maður þarf hjálp. Og sá sem lak í hann textanum af spjallborði okkar gerði honum og geðheilsu hans mikinn bjarnargreiða.

Þórður Ingvarsson - 23/08/12 22:49 #

Þetta er orðið eitthvað meira og alvarlegra en bara sorglegt. Maðurinn á verulega bágt. Einkennileg eru þessi áhrif sem Vantrú hefur á svona íslenska "krossfara".

Matti - 24/08/12 15:10 #

Bjarni Randver fer á kostum í athugasemdum sínum, heldur áfram að vitna í spjallið með sínu einstaka lagi - klippir í sundur og tekur úr samhengi. Blessaður maðurinn, af hverju ræða vinir hans ekki við hann? Sjá þeir ekki að hann er að mála sig út í horn?

Matti - 24/08/12 19:26 #

Jæja, Harpa Hreinsdóttir mætt á svæðið. Ekki hækkar standarinn á umræðunni við það, blessuð manneskjan er ekkert sérlega rökvís (eða heiðarleg).